Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Tíma­bundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum

Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám

Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum

Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku

Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma.

Lífið
Fréttamynd

Sóttvarnarhótelin kostuðu ríkið rúma fjóra milljarða

Heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.

Innherji
Fréttamynd

Anders Tegnell hættir sem sótt­varna­læknir

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar. Hann mun taka við stjórnunarstöðu hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) í Genf.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföll af völdum Covid-19 nálgast sex milljónir

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú við það að ná sex milljóna markinu samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Faraldurinn er því enn ekki að baki þrátt fyrir að samkomutakmarkanir heyri nú söginni til víða.

Erlent
Fréttamynd

Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö

Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang.

Innlent
Fréttamynd

Kom að því að Lilja greindist með Co­vid-19

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur greinst með Covid-19. Hún segist að mestu vera einkennalaus en ætla að vinna heima næstu daga af tillitsemi við aðra. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma­lausir tímar – af­burða árangur

Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst á við fyrstu aðgerðir okkar til varnar heimilisfólki hjúkrunarheimila landsins og öðrum sem þiggja þjónustu velferðarkerfisins gagnvart Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka.

Innlent
Fréttamynd

Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala

Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn.

Innlent