FH

Fréttamynd

Heimir kynntur til leiks hjá FH

Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka

Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur yfir í Garðabæinn

Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit

FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva

FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka

„Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. 

Handbolti
Fréttamynd

„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“

Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik.

Íslenski boltinn