Keflavík ÍF

Fréttamynd

„Erum á upp­leið og ætlum að halda á­fram“

Íslandsmeistarar Keflavíkur afgreiddu nýliða Tindastóls nokkuð snyrtilega 3-0 í einvígi þeirra í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði mikla yfirburði í leik liðanna í kvöld þar sem lokatölur urðu 88-58.

Körfubolti
Fréttamynd

„Orku­stigið var skrítið út af okkur“

Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“

Pétur Rúnar Birgis­son, leik­maður deildar­meistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigur­strang­legra liðið gegn Kefla­vík í fyrstu um­ferð í úr­slita­keppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Ný­leg úr­slit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ætlum ekki að vera far­þegar í úrslitakeppinni“

Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurður Ingi­mundar.: Þurfum að vera meira solid

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 67-91 | Frá­bærir Vals­menn rúlluðu yfir Kefla­vík á leið sinni í bikarúrslit

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Körfubolti