
Keflavík ÍF

Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum
Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar.

Búið að fjarlægja auglýsingarnar af gólfinu í Smáranum
Auglýsingar á gólfi íþróttahússins í Smáranum hafa verið teknar í burtu eftir slysið sem varð í síðasta leik í húsinu.

„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld.

Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu
Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið.

„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“
Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ.

„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“
Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Jaka áfram í Keflavík næstu þrjú árin
Keflvíkingar hafa framlengt samning sinn við Jaka Brodnik og verður hann leikmaður liðsins næstu þrjú árin.

Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Nýliðarnir nældu í sigur og eru enn ósigraðir
Fylkir vann öruggan sigur gegn Keflavík. Í stöðunni 1-1 gerði Fylkir næstu þrjú mörkin og leikurinn endaði með 4-2 sigri. Fylkir hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils og liðið hefur safnað fimm stigum í þremur leikjum.

Sló í myndavél og gæti fengið bann
Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins
Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum.

Uppgjörið, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 85-82 | Hvolpasveitin jafnaði einvígið
Stjarnan skellti deildarmeisturunum eftir ótrúlegan leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þar sem Stjarnan var yfir meiri hlutann af leiknum í forystu. Lokasekúndurnar voru ótrúlegar og heimakonur náðu að klára leikinn. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.

„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“
Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær.

Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis.

Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni
Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús.

„Breytir einvíginu ansi mikið“
„Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu.

„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi.

Uppgjör: Grindavík - Keflavík 102-94 | Gulir unnu fyrsta bardagann
Grindavík vann 102-94 sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Subway-deild karla í kvöld. Bæði lið misstu lykilmenn af velli í leiknum og er óvíst með þátttöku þeirra í næsta leik.

Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús
Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð.

Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið
Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram.

„Kviknaði á okkur og við náðum að slökkva í þeim“
Keflavík lagði Stjörnuna af velli í fyrsta leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík 93-65.

Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 93-65 | Ótrúlegur seinni hálfleikur og Keflavík leiðir
Keflavík tók í dag á móti Stjörnunni í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Um var að ræða fyrsta leik liðanna og var Stjarnan tíu stigum yfir í hálfleik. Í þeim síðari sýndu deildarmeistararnir allar sínu bestu hliðar og unnu á endanum gríðarlega sannfærandi 28 stiga sigur.

Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar
Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga.

„Höfum verið að bíða eftir þessu“
„Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna.

Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár
Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið.

„Frábær úrslit fyrir okkur og félagið“
Keflavík lagði Breiðablik af velli 2-1 þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Nettó vellinum í Keflavík í kvöld. Sami Kamel skoraði bæði mörk heimamanna að þessu sinni.

„Fyrst og fremst var þetta vinnuframlag frá öllum“
Keflavík lagði Breiðablik af velli 2-1 þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Nettó vellinum í Keflavík í kvöld.

Uppgjörið: Keflavík - Breiðablik 2-1| Sami Kamel afgreiddi Blika
Breiðablik freistaði þess að svara fyrir skellinn gegn Víkingi á sunnudaginn þegar liðið sótti Lengjudeildarlið Keflavíkur heim í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu.

„Heldur betur búinn að vinna hjörtu Keflvíkinga“
Remy Martin átti heiðurinn að „Play leiksins“, það er að segja atvikinu sem stóð upp úr í sigri Keflavíkur á Álftanesi í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“
Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta.

Sjáðu mömmu Remy Martin syngja og dansa á hliðarlínunni
Remy Martin var að venju allt í öllu í gærkvöldi þegar Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta með sannfærandi 29 stiga sigri á Álftanesi í Forsetahöllinni.