„Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:41 Jóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson sagði sína menn hafa spilað hræðilega í þrjátíu mínútur í tapinu gegn Keflavík í kvöld. Hann svaraði fyrir gagnrýni á DeAndre Kane og sagðist vera orðinn þreyttur á umtalinu um sinn mann. „Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira