Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

„Vafa­samir dómar sem féllu gegn okkur í þessu ein­vígi“

„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grát­legt tap í Grikk­landi

Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sama byrjunar­lið og síðast hjá Víkingum

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Býst við Grikkjunum betri í kvöld

Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar kæmust í 960 milljónir

Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er ein­stakur strákur“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Barðist við tárin þegar hann kvaddi

Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­skiptin furðu­leg og fólk tengt Gylfa við stýrið

„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar með lægra til­boð en „grín“ í Gylfa

Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

Íslenski boltinn