
Ástin á götunni

„Vonandi er maður að spara mörkin fyrir restina af leiktíðinni“
Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA í 1. umferð Bestu deildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, var á skotskónum í sínum fyrsta leik í efstu deild.

„Hefðum getað skorað svona sjö mörk”
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn.

Aron klár í slaginn í kvöld
Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni.

Kvíðakall sem fórnaði lögfræðinni fyrir listina
Fótboltamanninum Halldóri Smára Sigurðssyni er margt til lista lagt. Hann gafst upp á lögfræðistarfinu eftir sex ár af skrifstofuvinnu og íhugar næstu skref utan fótboltavallarins. Hver sem þau verða munu þau að líkindum hafa með listsköpun að gera.

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit"
Stjarnan tapaði fyrsta leik Bestu deildarinnar í ár gegn ríkjandi meisturum í Víkingi í Fossvoginum í kvöld. Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur en þó á sama tíma sáttur með margt í leik kvöldsins.

„Ég er frosinn á tánum“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur síns liðs í fyrsta leik Bestu deildar karla í kvöld.

Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri
Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri.

„Komum út „guns blazing“ og reynum að fella risann“
Það gætir á barnslegri eftirvæntingu hjá Guðmundi Kristjánssyni, fyrirliða Stjörnunnar, fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan heimsækir Víkina og mætir tvöföldum meisturum klukkan 19:15 í kvöld.

Kunnugleg andlit á nýjum slóðum og spennandi nýliðar
Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili.

Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“
Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir.

ÍTF og Deloitte gera með sér samning til ársins 2026
Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) og Deloitte hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings sem gildir til ársloka 2026.

Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils
Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik.

FH berst liðsstyrkur
FH hefur gengið frá samningum við Ísak Óla Ólafsson út leiktíðina 2027. Hann kemur frá Esbjerg í Danmörku.

„Ekki eitt einasta færi þegar við vorum einum fleiri“
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var vonsvikinn að hafa ekki náð að kreista fram sigur á Víkingsvellinum í kvöld.

„Við erum vanir að spila einum færri“
Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ í Víkinni í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir leikinn í kvöld.

Sjáðu mörkin úr úrslitaleik Breiðabliks og Vals
Valur lagði Breiðablik 2-1 í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu fyrr í dag en öll þrjú mörkin komu áður en 26 mínútur voru komnar á vallarklukkuna.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 2-1 | Valskonur Lengjubikarmeistari 2024
Valur lagði Breiðablik 2-1 í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Um er að ræða topplið landsins undanfarin ár og leikurinn bar þess merki.

Ísbað í Kórnum
Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ kíkir Baldur Sigurðsson í heimsókn til HK í Kórnum í Kópavogi. Þar ræðir hann við Arnar Frey Ólafsson um lyftingar sem og þeir félagar skella sér í ísbað.

Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram
Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar.

Túfa fær Ljubicic til Svíþjóðar
Framherjinn Stefan Alexander Ljubicic hefur samið við sænska B-deildarliðið Skövde. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Srdjan Tufegdzic.

Viðar Örn í KA
Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Frá þessu greina KA-menn á samfélagsmiðlum sínum nú í dag.

Arna spilar með FH næstu þrjú árin
Arna Eiríksdóttir hefur samið við FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skrifar undir samning næstu þrjú árin.

„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“
Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Grindvíkingar leggja niður yngri flokka
Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum.

Þór/KA sækir markvörð til Bandaríkjanna
Þór/KA hefur samið við Shelby Money um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Sem stendur er hún ekki komin með leikheimild en sú ætti að vera gengin í gegn áður en leikar hefjast þann 21. apríl næstkomandi.

„Erum bara á flottum stað miðað við árstíma“
Pétur Pétursson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta kvenna, Vals, var að vonum sáttur við þægilegan 4-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta en liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 4-0 | Valskonur örugglega í úrslit
Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Það varð ljóst eftir að Valur vann sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum mótsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Vestri steinlá í fyrsta leik Eiðs Arons
Eiður Aron Sigurbjörnsson stóð vaktina í vörn Vestra þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Gróttu í lokaleik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Vestri er nýliði í Bestu deild karla sem hefst snemma í aprílmánuði á meðan Grótta leikur deild neðar í Lengjudeildinni.

„Það breytti alveg planinu“
Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á.

Breiðablik gerði jafntefli við úrvalsdeildarlið frá Þýskalandi
Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við þýska efstu deildarliðið Köln í vináttuleik á Spáni. Breiðablik er í miðjum undirbúning fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla á meðan Köln er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í þýsku deildinni.