Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Orkuinnviðum á Suður­nesjum ógnað

Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni.

Skoðun
Fréttamynd

Afl­raunir á Suður­nesjum

Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. 

Skoðun
Fréttamynd

Aftur mikil flóð í Kali­forníu

Gífurleg rigning og hvass vindur hefur leitt til flóða og aurskriða í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hundruð þúsunda heimila eru sögð hafa orðið rafmagnslaus þegar rafmagnslínur slitnuðu. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem Kalifornía verður fyrir óveðri sem þessu.

Erlent
Fréttamynd

Bæjar­búar ekki bognir heldur brotnir

Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Binda vonir við skóla­starf og aðra þjónustu í Grinda­vík næsta haust

Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

Svona á­kvarðanir ekki teknar í tóma­rúmi

Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu látnir hið minnsta og fjölda enn leitað

Talsmenn yfirvalda í Ishikawa-héraði í Japan hafa staðfest að þrjátíu hið minnsta hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem reið í gær og varð til þess að fjöldi bygginga eyðilagðist og flóðbylgja skall á landið. Fjölda fólks er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Enn leitað að fólki eftir jarð­skjálftann í Japan

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum.

Erlent
Fréttamynd

Margir á ver­gangi í nístingskulda eftir jarð­skjálfta

Skjálftinn var 6,2 stig og skall á skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Íbúar Gansu og Qinghai-héraða í norðvesturhluta Kína flúðu heimili sín út í kuldann sem herjar nú á fólk í svæðinu en skjálftinn olli skemmdum á húsum, vegum, orkuinnviðum og olli skriðum og aurskriðum.

Erlent
Fréttamynd

Gríðar­leg flóð í Queensland

Miklar rigningar eru nú í Queensland í Ástralíu og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín sökum flóða sem fylgt hafa vatnsveðrinu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu níu lík til við­bótar á Marapi

Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 

Erlent
Fréttamynd

Mesta eignar­tjón síðan í Suður­lands­skjálftanum

Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að borga brúsann?

Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsins nýjasta eyja lítur dagsins ljós

Heimsins nýjasta eyja reis úr sæ við strendur japönsku eyjarinnar Iwo Jima í Kyrrahafinu í síðustu viku. Veðurstofa Japans sagði í viðtali við CNN að enn nafnlausa eyjan hafi myndast í neðansjávargosi.

Erlent
Fréttamynd

27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó

Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð.

Erlent