Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Tíu myndar­leg ein­býlis­hús á höfuð­borgar­svæðinu

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn.

Lífið
Fréttamynd

Fast­eigna­kaup fjár­festa vís­bending um að fast­eigna­verð haldi á­fram að hækka

Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri níu af hverjum tíu í­búðum verið keyptar af fjár­festum á árinu

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.

Innherji
Fréttamynd

Al­menningur dæmdur úr leik

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga.

Umræðan
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn brátt falur

Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 

Innlent
Fréttamynd

Veru­lega er farið að hægja á vexti út­lána líf­eyris­sjóða til heimila

Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.

Innherji
Fréttamynd

Hækkun fast­eigna­verðs „helsti drif­kraftur“ verð­bólgunnar síðasta ára­tug

Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.

Innherji
Fréttamynd

Ný og nú­tíma­leg sveit í borg

Ný byggð rís nú á Álftanesi við Lambamýri 1 – 6. Sérstök áhersla er lögð á samspil við umhverfið og náttúruna við hönnun húsanna enda fer sveit og borg saman á Álftanesinu á einstakan máta. Íbúðirnar eru sérstaklega bjartar og útsýni til allra átta.

Samstarf
Fréttamynd

Ofurhetjan Sólon keypti glæsihús Maríu Gomez

Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi Maríu Gomez lífstílsbloggara og Ragnars Más Reynissonar við Ásbúð 88 í Garðabæ. Einar og Íris greiddu 158,7 milljónir fyrir húsið.

Lífið
Fréttamynd

Fjár­festar keypt yfir helming nýrra í­búða á síðustu fimm­tán árum

Þegar litið er til nýrra íbúða sem hafa bæst við húsnæðismarkaðinn á undanförnum fimmtán árum þá hefur tæplega helmingur þeirra farið til einstaklinga sem eiga aðeins eina íbúð á meðan fyrirtæki og fjárfestar hafa keypt um 54 prósent íbúða sem hafa verið byggðar á tímabilinu, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Vegna íbúðaskuldar sem hefur safnast upp og aðstæðna á lánamörkuðum telur hann að það séu að verða til kynslóðir sem að óbreyttu missa af tækifærum til að byggja upp eigið fé.

Innherji
Fréttamynd

Í­búða­skorturinn skapar efna­hags­lega mis­skiptingu

Eigið húsnæði er yfir 70% af eignum almennings 66 ára og eldri, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, sem kallar eftir meiri samstöðu um að auðvelda fólki fyrstu íbúðarkaup til að stuðla að því að eignamyndun á fasteignamarkaði dreifist á allan almenning í stað fárra eignameiri eða fasteignafélaga.

Umræðan
Fréttamynd

Reitir hrista upp í skipuritinu

Reitir fasteignafélag hefur innleitt nýtt skipurit sem felur í sér að tveir framkvæmdastjórar kveðja félagið og aðrir hækka í tign eða færa sig um set. Þá kemur liðsstyrkur frá HS Orku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tískudrottning og eig­andi Drykk bar selja slotið

Á Skógarvegi í Fossvogi er að finna huggulega tæplega 80 fermetra íbúð á jarðhæð með 40 fermetra palli sem snýr í suður/suðvestur. Íbúðin er í eigu tískudrottningarinnar og markaðsstjórans Töniu Lindar og Heimis Þórs eiganda Drykk bar og er nú til sölu.  

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­tækja­lánin í met­hæðum vegna kaupa Þór­kötlu á fast­eignum í Grinda­vík

Tilfærsla frá íbúðalánum heimila til fyrirtækja í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu skýrir að hluta tugmilljarða stökk í nýjum útlánun til atvinnufyrirtækja í maímánuði og höfðu þau aldrei mælst meiri. Félagið Þórkatla, sem var stofnað fyrr á árinu til að annast uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði einstaklinga vegna eldsumbrotanna í nágrenni Grindavíkur, stóð að kaupum á um 200 fasteignum í maí.

Innherji
Fréttamynd

Þór­katla tekið við 400 eignum

Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum.

Innlent
Fréttamynd

Flestar í­búðir seljist undir eða á aug­lýstu verði

Páll Pálsson fasteignasali segir enga dramatík á fasteignamarkaði eins og er. Það sé um 30 prósent meiri sala en í fyrra, á sama tíma, en síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að það hafi orðið um 8,4 prósenta hækkun á fasteignaverði síðasta árið en að stór hluti hækkunarinnar sé tilkomin á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­lán til fyrir­tækja tóku sex­tíu milljarða stökk og hafa aldrei mælst meiri

Ágætis þróttur er í nýjum útlánum bankakerfisins til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir þröng lánþegaskilyrði en í maí námu þau meira en sextíu milljörðum og hafa aldrei mælst meiri í einum mánuði. Vöxturinn er sem fyrr drifinn áfram af ásókn fyrirtækja í verðtryggð lán á tímum hárra vaxta auk þess sem mikil aukning er í lánum í erlendum gjaldmiðlum.

Innherji
Fréttamynd

Undur­fagurt og heillandi ein­býli í Mos­fells­bæ

Við Byggðarholt í Mosfellsbæ er að finna einstaklega fallegt 180 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1977. Húsið er innréttað á sjarmerandi máta og fengið heilmikla yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum með tilliti til hins upprunalega byggingarstíls. 

Lífið
Fréttamynd

Gulli Helga og Ágústa selja í Breið­holtinu

Hjónin Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga, fjölmiðlamaður og frumkvöðull og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hafa sett fallegt raðhús við Núpabakka í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið