
Smygl

Faldi metamfetamín í kleinuhring
Landamæralögreglan í Bæjaralandi fann metamfetamín í kleinuhring manns sem hún stöðvaði við landamæraeftirlit. Eiturlyfin voru falin í miðju kleinuhringsins, þar sem sultan er alla jafna.

Gripin með mikið magn af OxyContin í leggöngunum
Pólsk kona var gripin í Leifsstöð með tæplega fimm hundruð töflur af ávana- og fíknilyfinu OxyContin í leggöngunum í apríl síðastliðnum. Fíkniefnasmyglið fór fram í félagi við annan mann og voru þau bæði dæmd í nokkurra mánaða fangelsi.

Dómar þyngdir vegna stórtæks lyfjasmygls
Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóma yfir þremur sakborningum, einum karlmanni og tveimur konum sem fluttu inn mikið magn fíkniefna. Efnin fluttu þau frá Wroclaw í Póllandi. Hlaut maðurinn þriggja ára fangelsisdóm og konurnar tveggja ára fangelsisdóm.

Var stöðvaður með kíló af kókaíni í farangrinum
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt austurrískan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpu kílói af kókaíni til landsins með flugi frá Amsterdam.

Reyndu að smygla um tvö þúsund OxyContin-töflum í nærbuxunum
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo pólska karlmenn í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals 1.914 töflum af ávana- og fíknilyfinu OxyContin, 80 mg, með flugi til landsins í maí síðastliðinn. Mennirnir fluttu töflurnar í nærbuxum sínum.

Flutti kókaín í fjórtán pakkningum innvortis til landsins
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann um fimmtugt í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla rúmlega 260 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í ágúst síðastliðinn.

Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð
Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins.

Fundu tvö kíló af fíkniefnum í töskum móður og sextán ára sonar
Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina er komu til Seyðisfjarðar með Norrænu að morgni þriðjudagsins 13. september síðastliðinn. Þetta kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls
Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð.

Tvítugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni
Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð.

Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin.

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli
Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Fjórtán mánuðir fyrir tilraun til smygls á kílói af kókaíni
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en hún reyndi að smygla tæpu kílói af kókaíni til landsins. Konan flutti efnin sem farþegi með flugi frá Lissabon til Keflavíkurflugvallar í lok júní síðastliðinn.

Tvö burðardýr dæmd fyrir kókaíninnflutning
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo erlenda ríkisborgara fyrir innflutning á kókaíni hingað til lands. Ekkert bendir til annars en að einstaklingarnir hafi verið svokölluð burðardýr.

Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu
Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða.

Dæmd í ársfangelsi fyrir kókaínsmygl
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 750 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í júní síðastliðinn.

Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum
Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna.

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni
Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á fíkniefnum
Fjórir einstaklingar voru í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum.

Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað.

Burðardýr í fjórtán mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl
Karlmaður frá Nígeríu var í síðustu viku dæmdur í fjórtán mánað fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 900 grömmum af kókaíni.

Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins
Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands.

Fimmtán mánuðir fyrir innflutning á sterku kókaíni
Mexíkóskur ríkisborgari var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en maðurinn smyglaði inn til landsins kílói af sterku kókaíni.

Burðardýr dæmt í fimmtán mánaða fangelsi
Kvenmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á rúmu kílói af sterku kókaíni. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi.

Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins
Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða.

Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í.

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð
Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Maðurinn faldi rúma ellefu lítra af amfetamínbasa í plastflöskum í bensíntanki bifreiðar og var gripinn ásamt samverkamanni við tollskoðun.

Gripinn með tvö þúsund oxy-töflur en finnst ekki
Karlmaður frá Póllandi hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin-töflum til landsins.