Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 13:57 Landsréttur úrskurðaði konuna í farbann, en héraðsdómur hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 27. september. Landsréttur taldi hins vegar ekki rök til að láta konuna sæta áfram gæsluvarðhaldi og hefur henni því verið sleppt en mun áfram sæta farbanni. Í úrskurði kemur fram að tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað tvær konur sem voru að koma til landsins með flugi, en í leit í farangri þeirra hafi fundist samtals fjórar eins lítra vínflöskur. Við rannsókn kom svo í ljós að glæri vökvinn sem fannst í flöskunum reyndist vera amfetamín. Við skýrslutöku sagði konan, sem nú hefur verið gert að sæta farbanni, að hin konan hafi látið sig fá flöskurnar og hélt hún að í þeim væri vín. Farið var fram á gæsluvarðhald þar sem rannsaka þurfi aðdraganda ferðarinnar, tengsl kvennanna og aðra hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi. Magn efnanna þykir eindregið benda til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi. Í úrskurðinum segir ennfremur að konan sé erlendur ríkisborgari og virðist ekki hafa nein raunveruleg tengsl við Ísland. Telur lögregla að eini tilgangur konunnar til að koma til Íslands hafi verið flytja efnin hingað til lands. Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 27. september. Landsréttur taldi hins vegar ekki rök til að láta konuna sæta áfram gæsluvarðhaldi og hefur henni því verið sleppt en mun áfram sæta farbanni. Í úrskurði kemur fram að tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað tvær konur sem voru að koma til landsins með flugi, en í leit í farangri þeirra hafi fundist samtals fjórar eins lítra vínflöskur. Við rannsókn kom svo í ljós að glæri vökvinn sem fannst í flöskunum reyndist vera amfetamín. Við skýrslutöku sagði konan, sem nú hefur verið gert að sæta farbanni, að hin konan hafi látið sig fá flöskurnar og hélt hún að í þeim væri vín. Farið var fram á gæsluvarðhald þar sem rannsaka þurfi aðdraganda ferðarinnar, tengsl kvennanna og aðra hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi. Magn efnanna þykir eindregið benda til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi. Í úrskurðinum segir ennfremur að konan sé erlendur ríkisborgari og virðist ekki hafa nein raunveruleg tengsl við Ísland. Telur lögregla að eini tilgangur konunnar til að koma til Íslands hafi verið flytja efnin hingað til lands.
Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira