Erlend sakamál

Fréttamynd

Faldi milljónir á klósettinu í forsetahöllinni

Jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna íslenskra króna fannst falið á baðherbergi skrifstofustjóra forseta Perú í forsetahöllinni í Lima þegar saksóknarar gerðu húsleit þar fyrir helgi. Skrifstofustjórinn er til rannsóknar fyrir spillingu og sagði af sér á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Kærasti Petito svipti sig lífi

Brian Laundrie, kærasti Gabrielle Petito sem fannst látin eftir ferðalag parsins í september, svipti sig lífi, að sögn lögmanns Laundrie-fjölskyldunnar. Hann lét sig hverfa eftir að hann sneri einn heim úr ferðalaginu en lík hans fannst í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið

Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa handtekið raðmorðingja

Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. 

Erlent
Fréttamynd

Os­car Pistorius sækir um reynslu­lausn

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur sótt um reynslulausn og kann mál hans brátt að verða tekið til meðferðar, rúmum sex árum eftir að hann var fyrst dæmdur fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili hans í Pretoríu árið 2013.

Erlent
Fréttamynd

Brian Laundrie sá sem fannst látinn í gær

Líkamsleifar sem fundust á náttúruverndarsvæðinu Myakkahatchee Creek í Flórída í gær eru sagðar tilheyra Brian Laundrie, sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur leitað í rúman mánuð í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabrielle Petito. 

Erlent
Fréttamynd

Líkamshlutarnir af 24 ára gömlum karlmanni

Tvennt hefur verið ákært eftir að lögregla á Grænlandi bar kennsl á líkamshluta sem fundust í sorpbrennslustöð í bænum Ilulissat fyrr í þessum mánuði. Líkamshlutarnir reyndust af 24 ára gömlum grænlenskum karlmanni.

Erlent
Fréttamynd

Staðfesta dánarorsök Petito

Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld ekki sannfærð um að Zodiac sé fundinn

Alríkislögreglan og lögregluyfirvöld í Kaliforníu telja ólíklegt að Zodiac-morðinginn svokallaði sé fundinn. Hópur sem rannsakað hefur málið greindi frá því fyrr í vikunni að hafa leyst gátuna en lögregla segist ekki sannfærð.

Erlent
Fréttamynd

Al­ríkis­lög­reglan leitar að unnusta Petito

Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani.

Erlent
Fréttamynd

Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum

Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 

Erlent