Erlend sakamál

Fréttamynd

Þegar Duterte vonaði að Ís­lendingar frysu í hel

Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar.

Erlent
Fréttamynd

Staða Sinaloa slæm eftir blóðug á­tök

Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld

Lögreglan í Lundúnum hefur ákært 66 ára gamla konu fyrir að hafa banað fimm ára barni með því að setja það í sjóðandi heitt bað. Barnið, sem hét Andrea Bernard, hlaut alvarleg brunasár og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði síðar.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi skuggalegs költs hand­tekinn

Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin.

Erlent
Fréttamynd

Morð varpar ljósi á skugga­legan sér­trúar­söfnuð

Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðu­neytis

Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kyn­lífs­vinnu

Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs.

Erlent
Fréttamynd

Kennari stakk átta ára stúlku til bana

Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka and­lát breskra hjóna í Frakk­landi

Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður  sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt.

Erlent
Fréttamynd

Vilja endur­skoða dóm hjúkrunar­fræðings vegna barna­dauða

Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana.

Erlent
Fréttamynd

Tengja hrinu sprenginga í Sví­þjóð við glæpa­samtök

Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki.

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján ára máli Amöndu Knox lýkur með sak­fellingu

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

52 ár fyrir Southport-morðin

Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Sout­hport

Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Mál horfinna systra skekur Skot­land

Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku.

Erlent