Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

„Núna erum við allt í einu komnir í drauma­landið“

Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården.

Fótbolti
Fréttamynd

Erfitt kvöld hjá Íslendingunum

Elías Rafn Ólafsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Andri Lucas Guðjohnsen þurftu allir að sætta sig við töp í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“

Aron Elís Þrándarson spilaði einkar vel inni á miðsvæðinu hjá Víkingi sem fer með eitt stig í farteskinu úr viðureign sinni við FC Noah í Jerevan í fjórðu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Frammi­staða upp á 8,5 í þessum leik“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Fótbolti