
Magnea Marinósdóttir

Eiga íbúðir að vera heimili fólks eða fjárfestingarkostur og munaðarvara? - Seinni hluti
Skv. samanburðarrannsókn frá 2019 sem náði til 20 landa innan Evrópusambandsins kom í ljós að um 15% af öllu húsnæði að meðaltali er viðbótarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila sem eru flokkaðir í tvo flokka, þ.e. „private landlords“ og „buy-to-let landlords“ frekar en verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða eða stærri fjárfesta eða fjárfestingasjóða (e. institutional landlords).

Eiga íbúðir að vera heimili fólks eða fjárfestingarkostur og munaðarvara?
Fæði, klæði og húsaskjól eru helstu öryggisþarfir mannsins. Ef þær þarfir eru uppfylltar þá getur fólk áhyggjulaust einbeitt sér að öðru eins og námi eða atvinnu, hag barna sinna, námi þeirra og tómstundum, sambandi við vini og vandamenn, heilsurækt, áhuga- og félagsmálum.

Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórnmálanna
Vindmyllur eða ekki vindmyllur, sjókvíaeldi eða ekki sjókvíaeldi, álver eða ekki álver, gagnaver eða ekki gagnaver, skógrækt sem leið til kolefnisjöfnunar og viðskipti með kolefniseiningar eður ei.

Ómannúðlegur forsendubrestur – aðrir möguleikar en brottvísun og ólögleg dvöl
Margir á Íslandi hafa upplifað forsendubrest af mörgu tagi. Tökum sem dæmi hjónin sem unnu hörðum höndum í hraðfrystihúsinu í heimabæ sínum þegar kvótakerfið kom til sögunnar. Kvótinn í heimabæ þeirra var síðan framseldur og þau misstu atvinnuna. Erfitt var að láta enda ná saman.

Framtíð stjórnmálanna – val kjósenda
Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar.

Tækifæri til að gera betur öllum til hagsbóta
Málefni fólks af erlendum uppruna hefur mikið verið til umræðu undanfarið. Umræðan er tímabær. Á sama tíma er mikilvægt að hún sé málefnaleg og mildi ríki í garð þeirra sem koma til Íslands af mismunandi ástæðum til varanlegrar eða tímabundinnar búsetu.

Er mannúðlegt að láta staðar numið í miðri á?
Þann 20. janúar sl. birti háttvirtur utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, pistil á Facebook síðu sinni.

Orð og aðgerðir í þágu friðar
Í dag, sunnudag 15. október, heldur félagi Ísland-Palestína samstöðufund með palestínsku þjóðinni á Austurvelli.

19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum
Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins.

Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði
Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum“ voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994.