
Kórdrengir

Hetja C-deildarliðs Lincoln lék með Kórdrengjum fyrir tveimur árum
Danski markvörðurinn Lukas Bornhøft Jensen varði tvær vítaspyrnur er C-deildarlið Lincoln City sló úrvalsdeildarlið Sheffield United úr leik í enska deildarbikarnum í vítaspyrnukeppni í gær. Árið 2021 lék þessi danski markvörður með Kórdrengjum í Lengjudeildinni hér á Íslandi.

Kórdrengir gjaldþrota
Fótboltafélagið Kórdrengir hefur verið lýst gjaldþrota. Kórdrengir hættu við þátttöku í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa spilað þar tímabilin 2021 og 2022. Þeirra sól skein skærast sumarið 2021 þegar liðið hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar.

Unnið einn leik í vetur en geta farið í Olís-deildina
Kórdrengir unnu aðeins einn leik í Grill66-deild karla í handbolta í vetur og enduðu í neðsta sæti deildarinnar. Engu að síður hafa þeir möguleika á því að spila í efstu deild að ári.

Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild.

Kórdrengir, Grindavík og Vestri með sigra í Lengjudeildinni
Þremur leikjum í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu þar sem Grindavík, Vestri og Kórdrengir unnu sigra. Grindavík vann 1-3 útisigur gegn KV, Vestri vann óvæntan 4-1 sigur gegn Fjölni og Kórdrengir lögðu Selfyssinga á útivelli, 0-1.

Umfjöllun og viðtöl: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í hálfleik og FH fer í undanúrslit
Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim.

Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“
Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur.

Willard tryggði Þór mikilvægan sigur
Þór Akureyri gerði góða ferð í höfuðborgina en liðið vann 3-2 útisigur á Kórdrengjum í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Sverrir Páll skaut Kórdrengjum í átta liða úrslit
Kórdrengir lagði Aftureldingu 2-1 í framlengdum leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

HK á toppinn og Fylkir upp í annað sæti
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK-ingar tylltu sér á toppinn með 3-1 sigri gegn Kórdrengjum og Fylkir eltir þá upp í annað sætið eftir 2-5 sigur gegn Gróttu.

Ótrúleg endurkoma Kórdrengja og fyrsta tap Selfyssinga staðreynd
Kórdrengir urðu í kvöld fyrsta liðið til að leggja Selfyssinga að velli í Lengjudeild karla í fótbolta. Eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik unnu Kórdrengir 4-3 sigur í leik þar sem þrjú mörk voru skoruð af vítapunktinum.

Seigla Vestramanna skilaði stigi
Vestri og Kórdrengir skildu jöfn, 2-2, þegar liðin áttust við í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag.

HK og Selfoss með sigra og Kórdrengir björguðu stigi
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK vann 2-0 sigur gegn Aftureldingu, Selfyssingar eru enn taplausir eftir 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum og Kórdrengir björguðu stigi er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.

Kórdrengir með góðan sigur | Jafnt í Mosó og á Akureyri
Alls fóru þrír leikir fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Kórdrengir unnu góða sigur á KV, Afturelding og Selfoss gerðu jafntefli í Mosfellsbæ og Þór Akureyri jafnaði í blálokin gegn Grindavík.

Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli
Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli.

Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.

XY áfram í Stórmeistaramótið
Stórskemmtilegt einvígi XY og Kórdrengja endaði með sigri XY.

Saga og Ten5ion tryggðu sig inn á Stórmeistaramótið
CS:GO veislan á Áskorendamótinu hélt áfram, Ten5ion og Saga léku gríðarvel.

Svona fór fyrsta umferð Áskorendamótsins
Fyrsta umferðin í Áskorendamótinu í CS:GO fór fram í gærkvöldi þar sem 8 lið etja kappi um 4 sæti á Stórmeistaramótinu

Ljósleiðaradeildinni lokið: Dusty meistarar enn og aftur
21. og síðustu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Dusty á Vallea.

20. umferð í CS:GO lokið: stórsigrar og rúst á lokametrunum
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Þór. Baráttan stendur nú um fallsætin.

Saga rústaði Kórdrengjum til að tryggja sig falli
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hélt áfram í gærkvöldi þegar Kórdrengir tóku á móti Sögu.

Kórdrengir í essinu sínu í Mirage
19. umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með leik Ármanns og Kórdrengja.

Óvæntur sigur Kórdrengja
Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var viðureign Kórdrengja og Vallea. Í spennandi leik höfðu Kórdrengir betur 16–10.

Dusty-vélin sveik ekki gegn Kórdrengjum
17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með viðureign Dusty og Kórdrengja. Dusty hafði betur 16–9.

Eyjamenn í átta liða úrslit eftir öruggan sigur
ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta með öruggum níu marka sigri gegn Kórdrengjum í kvöld, 30-21.

Kórdrengir skelltu Keflvíkingum
Óvænt úrslit urðu í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þegar B-deildarlið Kórdrengja skellti úrvalsdeildarliði Keflavíkur.

Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á sigri Fylkis á Kórdrengjum 16-10.

„Leyfiskerfi KSÍ er ekkert nema sýndarmennska“
Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Dusty burstuðu Kórdrengi
Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi.