
Þróttur Vogum

Auðun tekur við Þrótti Vogum
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Auðun Helgason, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum sem leikur í 2. deild karla.

Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu
Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan.

Þrjú rauð spjöld og Þórssigur í Vogunum
Þór vann öruggan sigur á föllnum Þrótturum í síðasta leik dagsins í Lengjudeildinni í fótbolta.

Íþróttafélag og kynlífstækjaverslun hvetja bæjarbúa til að fjölga sér
Íþróttafélagið Þróttur Vogum stendur nú að átaki sem ætlað er að fjölga iðkendum félagsins til framtíðar. Félagið stendur að ástarmánuði í samstarfi við þekkta kynlífstækjaverslun, og hvetur íbúa til að fagna ástinni, með þá von að hún beri ávöxt.

HK styrkir stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar
HK-ingar eru komnir með aðra löppina upp í Bestu deildina eftir 4-1 sigur á Þrótt frá Vogum í Lengjudeildinni í kvöld.

HK aftur á topp Lengjudeildar | Vestri með stórsigur
HK endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar með 2-1 sigri á Gróttu í kvöld. Vestri vann öruggan 4-0 sigur á Þrótti Vogum á meðan Þór vann annan leikinn í röð, 1-2 útisigur gegn Grindavík.

HK lagði botnliðið og styrkti stöðu sína á toppnum
HK-ingar eru áfram á toppi Lengjudeildarinnar að tólf umferðum loknum eftir góða ferð í Vogana í kvöld.

Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild
Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld.

Rekinn eftir aðeins fjórar umferðir
Eiði Ben Eiríkssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Lengjudeildarliðs Þróttar Vogum.

HK og Selfoss með sigra og Kórdrengir björguðu stigi
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK vann 2-0 sigur gegn Aftureldingu, Selfyssingar eru enn taplausir eftir 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum og Kórdrengir björguðu stigi er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.

Grindavík og HK unnu örugga sigra
Grindavík og HK unnu örugga sigra í leikjum sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Grindvíkingar unnu 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum og HK-ingar fóru á Auto-völlinn og unnu 3-1 sigur gegn KV.

Íslandsmeistararnir keyrðu yfir Þróttara í síðari hálfleik
Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. unnu afar öruggan 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum er liðin mættust í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld.

Leiknismenn komu til baka og Valsarar unnu stórsigur
Lengjubikar karla í fótbolta fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Leiknismenn unnu 3-2 endurkomusigur gegn Keflvíkingum og Valsmenn unnu 5-0 stórsigur gegn Þrótti Vogum.

„Leyfiskerfi KSÍ er ekkert nema sýndarmennska“
Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Hermann hættur hjá Þrótti: „Verðum honum ævinlega þakklát“
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar Vogum eftir eins og hálfs árs starf þar.

Þróttur Vogum tryggði sér sæti í Lengjudeildinni án þess að spila
Þróttur Vogum mun leika í Lengjudeild karla á næsta tímabili, en þetta varð ljóst þegar að Magni hafði betur gegn Völsungi í dag, 2-1.