Stéttarfélög

Fréttamynd

„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“

Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launa­þjófnaðar

Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.

Skoðun
Fréttamynd

Slær fram­boð til for­seta ASÍ alveg út af borðinu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur störf sem hag­fræðingur BSRB

Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að taktur náist fyrir komandi kjara­samninga

Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður

Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrg verkalýðsbarátta?

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Innlent
Fréttamynd

Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni

Fyrr­verandi ríkis­sátta­­semjari segir það mjög ó­­­venju­­legt að for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins segi af sér vegna deilna inna verka­­lýðs­hreyfingarinnar. Á­tökin hafi verið ó­­­venju opin­ber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur á­hrif á gerð kjara­samninga í haust.

Innlent
Fréttamynd

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi

Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum

Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“

Innlent
Fréttamynd

Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Efling búin að greiða skattinn

Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Gleðin, sam­staðan og jafn­réttið

Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir

Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er.

Viðskipti innlent