
Andóf Pussy Riot

Pussy Riot fá friðarverðlaun
Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot hlýtur friðarverðlaun sem kennd eru við John heitinn Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Verðlaunin verða afhent á afmælisdegi Lennons, 9. október, í Viðey. Þá verður einnig kveikt á friðarsúlu Yoko Ono.

Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi
Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.

Skora á Rússa að láta Pussy Riot lausa úr haldi
Danmerkurdeild Amnesty International hefur skorað á stjórnvöld í Rússlandi að láta stúlkurnar í pönksveitinni Pussy Riot lausar úr haldi.

Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi
Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm.

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag
Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

Myrti mæðgur og skrifaði á vegginn með blóði: "Free pussy riot“
Lík mæðgna fannst í borginni Kazan í Rússlandi en samkvæmt yfirvöldum þar í landi hafði morðinginn skrifað með blóði á vegginn: "Free Pussy Riot“.

"Pussy Riot" ritað á vegg á morðvettvangi
Lögreglan í Rússlandi hefur staðfest að mæðgin, sjötíu og sex ára gömul kona og þrjátíu og átta ára gömul dóttir hennar, hafi verið myrt í borginni Kazan.

Gagnrýna dóm yfir Pussy Riot
Mannréttindaráð Rússlands gagnrýnir dóminn yfir þremur konum úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem fengu tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í helstu kirkju landsins.

Tvær stúlkur úr Pussy Riot flýja Rússland
Tveir stúlkur úr pönksveitinni Pussy Riot hafa flúið Rússland til að sleppa undan saksókn. Stúlkurnar tvær tóku þátt í pönk-bæna gjörningnum í dómkirkju í febrúar.

Sungið á bak við lás og slá
Tveggja ára fangelsisdómur yfir rússnesku pönksveitinni Pussy Riot fyrir óeirðir í kapellu í Moskvu hefur vakið gríðarlega athygli. Ekki er algengt að heilu hljómsveitirnar séu dæmdar í fangelsi en fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina þurft að sitja á bak við lás og slá fyrir hin ýmsu afbrot.

Mál Snorra í Betel minnir á Pussy Riot
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, líkir dómnum í Rússlandi þar sem stúlkurnar þrjár úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi við brottvikningu Snorra í Betel úr kennarastarfi á Akureyri í nýjum pistli á bloggsíðu sinni.

Óttast að Pussy Riot verði beittar ofbeldi
Einn ef verjendum stúlknanna þriggja í pönkhljómsveitinni Pussy Riot sem voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælasöng í kirkju í síðustu viku varar við því að stúlkurnar muni sæta illri meðferð og ofbeldi í fangelsinu. Ein stúlknanna hefur þegar sagt frá ómannúðlegri meðferð fangelsisvarða.

Pussy Riot gefa út nýtt lag um Pútín
Hafi einhver haldið að ungu konurnar í rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot hafi látið tveggja ára fangelsisdóm slá sig út af laginu ættu þeir hinir sömu að hlusta á nýjasta lag bandsins. Lagið heitir Pútin kveikir elda og textinn fjallar um það að Rússland muni segja skilið við stjórn Pútins. Konurnar í Pussy Riot voru handteknar í febrúar þegar þær héldu pönkmessu í kirkju. Þær voru dæmdar í fangelsi í síðustu viku fyrir að raska almannafriði.

Ógn við tjáningarfrelsið
Um allan heim safnaðist fólk saman á föstudag til að mótmæla tveggja ára fangelsisdómi yfir þremur meðlimum pönksveitarinnar Pussy Riot. Konurnar þrjár eru dæmdar fyrir óspektir á grunni trúarhaturs en glæpur þeirra fólst í mótmælagjörningi sem fram fór í dómkirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna í Rússlandi í vetur.

Ræddu við sendiherra Rússlands áður en dómur féll í Pussy Riot málinu
Íslensk stjórnvöld komu áhyggjum sínum af máli kvennanna í Pussy Riot á framfæri við rússnesk stjórnvöld áður en dómur féll í máli þeirra á föstudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að bregðast við dómnum sjálfum en utanríkisráðherra skorar á yfirvöld að fella dóminn úr gildi.

Rússneskir prestar fyrirgefa Pussy Riot
Háttsettir prestar í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni báðu í dag um miskunn til handa liðsmanna Pussy Riot hljómsveitarinnar. Samkvæmt fréttavef AP þá er ekki talið líklegt að dómskerfið hlusti á bænir prestanna og mildi tveggja ára dóm sem konurnar þrjár hlutu í gær.

Össur segir dóminn yfir Pussy Riot vondan og hann þrengi að málfrelsinu
Össur Skarphéðinsson segir að dómurinn yfir rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot þungur og vondur og að hann þrengi að málfrelsinu. Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins segir Össur að dómurinn hafi komið sér á óvart, "ég hélt að Rússland væri á annarri leið áður en þessi dómur féll,“ sagði utanríkisráðherrann og bætti við að dómurinn þrengdi að tjáningarfrelsinu.

Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu
Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt.

Pussy Riot í tveggja ára fangelsi
Allar konurnar í Pussy Riot voru í dag dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Dómarinn greindi frá refsingunni núna rétt fyrir klukkan tvö. Hámarksrefsing er sjö ára fangelsi en saksóknari krafðist þriggja ára.

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna
Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Pussy Riot sekar um óeirðir
Þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot hafa verið fundnir sekir um óeirðir á almannafæri þegar þeir stóðu fyrir svokallaðri pönkmessu í dómkirkju í Moskvu í febrúar síðastliðnum.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar handtekinn við réttarhöldin
Lögregla í Rússlandi tók leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu höndum þegar hann mætti í réttarsal til að fylgjast með uppkvaðningu dóms yfir meðlimum stúlknapönksveitarinnar Pussy Riot.

Mótmæla við rússneska sendiráðið
Um sextíu til sjötíu manns eru nú við sendiráð Rússlands á Garðastræti í Reykjavík. Þau eru saman komin til að sýna samstöðu með meðlimum rússnesku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

Dómur yfir Pussy Riot í dag
Dómur verður kveðinn upp yfir meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í dag. Stúlkurnar þrjár eru ákærðar fyrir óspektir og guðlast en þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar.

Samdi lag til stuðnings Pussy Riot
Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári.

Íslenskir listamenn sendu Pútín bréf
Stjórn bandalags íslenskra listamanna sendi í dag Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og tveimur rússneskum saksóknurum ákall þar sem þess er krafist að þrjár listakonur úr pönk-rokksveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi og öllum ákærum á hendur verði látnar niður falla.

Rigningin á undan regnboganum
Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: "What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur.

Björk styður Pussy Riot
Söngkonan Björk birti yfirlýsingu til varnar stúlknapönksveitinni Pussy Riot á heimasíðu sinni í dag.

Varaforseti Rússlands afar ósáttur við Madonnu
Dmitry Rogozin, varaforseti Rússlands, kallaði Madonnu dræsu eftir að hún hét samkynhneigðu fólki stuðningi á tónleikum sem hún hélt í Pétursborg í Rússlandi í gær. Bannað er að réttlæta samkynhneigð fyrir ungu fólki í Rússlandi en Madonna lét það bann sem vind um eyru þjóta. Hún hafði áður hneykslað marga Rússa með því að krefjast þess að konur í pönkhljómsveitinni Pussy Riot yrðu látnar lausar, en þær eiga yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að mótmæla stjórn Pútins.

Íslendingar leggja Pussy Riot lið
Íslandsdeild Amnesty International stendur nú fyrir svokölluðu netákalli til að fá rússnesku pönksveitina Pussy Riot leysta úr haldi. Í því felst að Íslendingar geta skráð nafn sitt á undirskriftalista sem svo verður sendur til rússneskra stjórnvalda.