Guðmundur Björnsson

Fréttamynd

Hvernig kennum við gagn­rýna hugsun? – Um­ræða sem þarf að halda á­fram

Ég átti nú alveg von á að grein sem ég skrifaði nýlega myndi vekja einhver viðbrögð, en ég bjóst ekki við því hve sterk þau yrðu. Í greininni fjallaði ég um samtal sem ég átti við 15 ára ungling sem átti í erfiðleikum með að skilja hugtakið rök þegar hann fékk það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð. Ég velti upp spurningunni: Er gagnrýnin hugsun nægilega vel kennd í skólakerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Á að banna notkun gervi­greindar í há­skólum?

Um allan heim eru háskólar að takast á við spurninguna um notkun gervigreindar í akademísku umhverfi. Spurningin um notkun gervigreindar í háskólum vekur upp mikilvæga umræðu um framtíð menntunar. Háskóli Íslands hefur tekið skrefið í að setja fram leiðbeiningar um notkun gervigreindar, en spurningin er hvort frekari aðgerðir þurfi til að tryggja samræmi og siðferðislega notkun.

Skoðun
Fréttamynd

Stofnun við­bragð­steymis við vá

Samkvæmt almannavarnalögum er það Ríkislögreglustjóri sem fer með málefni almannavarna í umboði ráðherra og lögreglan ber ábyrgð á leitar- og björgunaraðgerðum á landi en óumdeilt er að Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) gegnir lykilhlutverki í öllum vegameiri leitar- og björgunarstörfum hérlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Tví­eðli ferða­mennskunnar: Ferða­lag heimsku og upp­ljómunar?

Heimur ferðamennskunnar er forvitnilegur. Rithöfundurinn D. DeLillo fjallar um í bók sinni „White Noise“, að það að vera ferðamaður sé að flýja ábyrgð og tileinka sér ákveðið stig heimsku og þegar einstaklingar ferðist um framandi lönd sé þeim yfirleitt fyrirgefin skortur á skilningi á staðbundnum siðum, tungumáli og félagslegum viðmiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnu­mótun og leikni í ferða­þjónustu

Uppgangur Íslands sem hágæða ferðamannastaðar á heimsvísu er ekki eingöngu vegna stórkostlegs landslags og ríkrar arfleifðarheldur byggir einnig á markvissri stefnumótun, skilningi á bæði alþjóðlegum og staðbundnum mörkuðum sem og þróun einstakra ferðaþjónustuvalkosta og þjónustu.

Skoðun