Reykjavíkurkjördæmi suður

Fréttamynd

Flokkurinn verði að líta inn á við

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður benda til að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sé að missa þingsæti sitt. Hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en samkvæmt fyrstu tölum fær Framsókn þar 4,7 prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­lega mikið fylgi sem dettur niður dautt

Samfylkingin bætir við sig tíu prósentum í Reykjavík suður, samkvæmt fyrstu tölum og mælist með rúmlega 23 prósent í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og mælist aðeins með tvo menn inni. Framsókn missir sína þingmenn í kjördæminu og mælist með 4,7 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Við­búið að talning tefjist í ein­hverjum kjör­dæmum

Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar.

Innlent
Fréttamynd

Hröð bar­átta og skortur á dýpt

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir alltaf frábært að setja x við P. Það gerði hún í morgun. Hún sagðist þá ætla að verja deginum í kosningamiðstöð þar sem hún stefnir á að hringja í nokkra óákveðna kjósendur.

Innlent
Fréttamynd

Sam­töl við kjós­endur standa upp úr

Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar segir það sérstakt að kjósa en geta ekki veitt sjálfum sér atkvæði, þar sem hann býr í Reykjavík suður en flokkurinn býður fram í Reykjavík norður.

Innlent
Fréttamynd

Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG.

Innlent
Fréttamynd

Auð­velt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir valið hafa verið auðvelt á kjörstað í morgun, þó hann sé í þeirri skrítnu stöðu að geta ekki kosið sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk ferða­þjónusta til fram­tíðar: Næstu skref

Ég er stolt af íslenskri ferðaþjónustu. Hún er ekki aðeins mikilvægur burðarás í efnahagslífi okkar, stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslandssögunnar og aflvaki nýsköpunar um allt land. Ferðaþjónustan gerir okkur betri á okkar heimavelli – hún gerir okkur að stoltari gestgjöfum.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitík í pípunum

Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki og fjöl­skyldum

Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum.

Skoðun
Fréttamynd

„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“

„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Lýðræðis­flokksins

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Borgar­full­trúi skipar annað sætið í kjör­dæmi for­mannsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur skipar 2. sæti listans, en hún hefur setið sem borgarfulltrúi flokksins frá árinu 2018 og var áður meðal annars formaður Barnaheilla.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Pírata í kosningunum

Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins.  

Innlent
Fréttamynd

Þau eru í fram­boði fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Sósíalistaflokkurinn birti í gærkvöldi framboðslista sína í öllum kjördæmum. Búið var að tilkynna um flesta oddvita áður. Sanna Magdalena Mörtudóttir er pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis á landsvísu í síðustu kosningum 2021 en náði ekki manni inn. Flokkurinn á tvo menn í borgarstjórn og hefur boðið þar fram tvisvar og náð manni inn. 

Innlent
Fréttamynd

Hvernig líður þér?

Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Skólarnir eigi að hjálpa nem­endum að ná árangri og vera jöfnunar­tæki

„Það er skylda okkar, sem fáum það traust að mennta æsku Íslands, að hjálpa nemendum ná sem allra mestum árangri eins og kostur er. Skólar eru jöfnunartæki, það ætti enginn að líða fyrir stétt eða stöðu sína því að allir nemendur skipta máli og allir nemendur ættu að hafa eins jöfn tækifæri eftir 10 ára skyldunám sem mögulegt er.“

Innlent
Fréttamynd

Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ár­manns­son gefur ekki kost á sér

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu.

Innlent
Fréttamynd

Listi Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík suður stað­festur

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 voru samþykktir á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í félagsheimili Þróttar í Laugardal í dag. Jóhann Páll leiðir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Kristrún Frostadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Innlent
Fréttamynd

Rósa Björk snýr aftur og Katrín á lista VG

Listar Vinstri grænna fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður voru samþykktir á fundi flokksins sem hófst á Nauthóli klukkan 17:30 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Kunnugleg andlit skipa fyrstu sæti beggja lista en athygli vekur að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skipar heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það er kjördæmið sem hún skipaði áður forystusætið.

Innlent
Fréttamynd

Hafnað vegna of margra lækna og mið­aldra karla

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykja­vík

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Innlent
Fréttamynd

Ragna fær annað sætið í Reykja­vík suður

Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun.

Innlent