
Landsdómur

Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða.

Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpamanni
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega.

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar
Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim.

Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra
Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu.

„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira.

Tíu ár frá hruni: Neyðarlögin voru fordæmalaus á heimsvísu en björguðu Íslandi
Neyðarlögin sem Alþingi samþykkti 6. október 2008 voru fordæmalaus lagasetning á heimsvísu en með því fékk Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og skipta þeim upp i gamla og nýja banka. Þá fengu innistæður forgang fram yfir aðrar kröfur.

Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag.

Ráðherrar friðhelgir eftir ummæli um Landsdóm
Ummæli stjórnmálamanna um Landsdóm taka stjórnskipulega ábyrgð ráðherra úr sambandi meðan ekkert kemur í staðinn, segir prófessor í stjórnskipunarrétti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir og segir hina pólitísku

Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.

Réttlæti að utan?
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið á Geir H. Haarde við málsmeðferð í máli Geirs fyrir landsdómi. Geir var dæmdur í landsdómi fyrir embættisafglöp í aðdraganda bankahrunsins árið 2008.

Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu
Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans.

Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur.

Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu.

Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega
Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Geir tapaði í Strassborg
Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu.

Fregna að vænta frá Strassborg
Mannréttindadómstóll Evrópu mun klukkan 9 að íslenskum tíma kveða upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde.

Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag.

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs Haarde í næstu viku
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku.

Síðbúið réttlæti
Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda efnahagshrunsins.

Feigðarflan og frjáls vilji
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið "feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“.

Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu
Formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis er sammála forseta Íslands um Landsdóm.

Skipti um síma til að hljóðrita samtalið
Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka.

Á eftir að gera upp Landsdómsmálið
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði skilið við stjórnmálin árið 2009 og sér ekki eftir því. Nú býr hún í Tyrklandi og sinnir starfi umdæmisstjóra UN Women þar sem hún vinnur að því að efla stöðu kvenna. Ingibjörg ræðir kvenr

Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum
Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm.

Enginn vildi sitja í Landsdómsnefndinni
Oddný Harðardóttir þingmaður býður sig fram til formanns Samfylkingar. Hún segir markaðslögmál ekki eiga að gilda um velferðarkerfið.

Ingibjörg Sólrún: Forystumaður í Landsdómsmálinu telur sig vel fallinn til flokksforystu
Fyrrverandi utanríkisráðherra skýtur skotum að formannsframbjóðandanum Magnúsi Orra Schram.

Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu
Íslensk stjórnvöld gera kröfu um að öllum ákæruliðum Geirs H. Haarde fyrir Mannréttindadómstólnum verði vísað frá.

Ákvað að víkja úr dómstólnum
Róbert Ragnar Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, hefur vikið sæti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna vanhæfis.

Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið
"Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.