Ísland í dag

Fréttamynd

Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega

Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi.

Innlent
Fréttamynd

„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskur Versace marmari út um allt

Í Keflavík leynist fimm stjörnu hótelið Hótel Keflavík þar sem ítalskar marmaraflísar og einstök ítölsk Versace hönnun er að finna um allt hótelið.

Lífið
Fréttamynd

„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning
Fréttamynd

Af­hjúpaði gróða­væn­legasta lukku­hjól borgarinnar

Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“

Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa.

Lífið
Fréttamynd

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi

Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar.

Lífið
Fréttamynd

Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“

Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Saga og Villi í sögufrægri íbúð í gömlu verksmiðjuhúsi

Listaparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eða Saga Sig og Villi naglbítur eins og þau eru oftast kölluð, buðu Völu Matt heim í íbúð þeirra í 101 þar sem þau hafa verið smám saman að gera íbúðina að sinni með því til dæmis að mála parketið á gólfinu.

Lífið
Fréttamynd

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Menning
Fréttamynd

Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf

Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð.

Innlent
Fréttamynd

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn

Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Lífið
Fréttamynd

„Það er svo gaman að lifa“

Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir.

Lífið