Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - FH 2-0 | Sigurður Egill afgreiddi FH-inga Haraldur Hróðmarsson á Vodafone-vellinum skrifar 17. maí 2015 21:15 Valsmenn fagna. vísir/stefán Valsarar sigruðu FH óvænt á Vodafone vellinum í kvöld.Liðin voru í ólíkri stöðu fyrir leikinn. FH með fullt hús stiga en Valsarar með eitt stig eftir slæma útreið gegn nýliðum Leiknis í 1. umferð og töpuðu niður tveggja marka forystu gegn Víkingi um síðustu helgi. Leikurinn hófst fjörlega, Atli Guðnason átti skalla úr ágætu færi fyrir FH-inga á 6. mínútu og tveimur mínútum síðar átti Andri Adolpsson gott skot af vítateigslínunni sem sleikti stöngina á leiðinni framhjá en Róbert örn Óskarsson stóð stjarfur á línunni. Liðin skiptust á að sækja en sóknaruppbygging FH-inga var mun betri en í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og greinilegt að leikmenn eru búnir að venjast 4-4-2 kerfinu.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hlíðarenda í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Vörn Valsara hélt ágætlega með þá Orra Sigurð og Thomas Guldborg í miðvarðarstöðunum og möguleikar FH-inga komu frá Atla Guðnasyni sem var skeinuhættur á vinstri kantinum í byrjun leiks. Valsarar fengu besta færið í fyrri hálfleik á 35. mínútu þegar aukaspyrna Kristins Freys hitti ennið á Patrick Pedersen en hann skallaði yfir markið. Skömmu áður hafði Haukur Páll skallað samskonar aukaspyrnu Kristins yfir. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki fjörlega en þegar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tók Jeremy Serwy útaf fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Serwy hafði átt fremur bragðdaufan leik fram að því en við skiptinguna galopnaðist hægri vængur FH-inga og Valsmenn fundu leið fram völlinn. Andri Adolphsson átti góða fyrirgjöf frá þeim kanti sem Sigurður Egill Lárusson skallaði inn 5 mínútum eftir skiptinguna. 1-0 fyrir Val með marki sem kom upp úr engu. Skömmu síðar átti Andri aðra fyrirgjöf á Sigurð en þá brást honum bogalistin og skotið flaug framhjá markinu. Markið kom upp um FH-inga sem höfðu ekki spilað vel og Hafnfirðingar brugðust illa við að lenda undir og á 66. mínútu skoruðu Valsarar aftur. Haukur Páll Sigurðsson var aleinn og yfirgefinn á miðjum vellinum með endalausa sendingamöguleika. Haukur veðjaði á réttan hest, sendi á Patrick Pedersen sem framlengdi boltann á Sigurð Egil sem sneri á varnarmann og skaut hnitmiðuðu skoti í hornið, óverjandi fyrir Róbert. Heimir gerði tvöfalda skiptingu og inná kom Atli Viðar Björnsson en allt kom fyrir ekki. Atli sást varla en kom sér þó í eitt færi og reyndi að vippa yfir Ingvar Kale en boltinn lyftist varla af jörðinni og rúllaði í fangið á Ingvari. Valsarar voru líklegri til að bæta við en FH að minnka muninn, Patrick Pedersen skaut í slá meðal annars eftir hornspyrnu, og sigurinn að lokum sanngjarn. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér, enginn andi virtist í mönnum, hreyfing án bolta var engin og allar aðgerðir hægar og fyrirsjáanlegar. Valsmenn, aftur á móti, voru sterkir varnarlega og sóknarleikurinn óx þegar leið á leikinn. Gríðarlega sterkur sigur hjá Hlíðarendapiltum eftir slaka byrjun. Sigurður Egill Lárusson var kampakátur í leikslok: "Þetta var mjög flottur sigur, það var kominn tími á sigur. Við spiluðum vel í síðasta leik og ætluðum að reyna að byggja ofan á þá frammistöðu og mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur." Sigurður er vanur að gefa frábærar fyrirgjafir en í þessum leik tók hann á móti einni slíkri frá Andra Adolphssyni: "Þetta var frábær bolti hjá Andra, beint á pönnuna og boltinn söng inni" sagði glaðbeittur Sigurður Egill.Heimir Guðjónsson svekktur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánHeimir: Vorum teknir í bakaríið Heimir Guðjónsson var ómyrkur í máli að leik loknum. "Mér fannst við ekki byrja leikinn vel, enduðum illa og miðjan var einnig slök. Við vorum teknir í bakaríið af góðu Valsliði,“ sagði Heimir. En hvað var vandamálið? „Við vörðumst ekki sem lið og það var engin hreyfing á okkur sóknarlega. Við getum prísað okkur sæla að hafa ekki tapað stærra en 2-0". Heimir vildi ekkert segja um hvort breytingar yrðu á liðinu fyrir næsta leik.Kristinn Freyr Sigurðsson með takta í kvöld.vísir/stefánÓlafur: Áttum frábæran leik Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Við áttum frábæran leik og unnum sanngjarnt, Við svöruðum fyrir okkur eftir fyrstu tvo leikina," sagði hann. Ólafur vildi ekki meina að hann hefði kent Heimi Guðjónssyni allt sem hann kann og sagði það ekki auðveldara að vinna Heimi en aðra þjálfara. „Það er hinsvegar gaman að vinna FH-liðið, atvinnumannalið að þeirra sögn og frábært lið,“ saagði maðurinn með 10/11 húfuna, Ólafur Jóhannesson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Valsarar sigruðu FH óvænt á Vodafone vellinum í kvöld.Liðin voru í ólíkri stöðu fyrir leikinn. FH með fullt hús stiga en Valsarar með eitt stig eftir slæma útreið gegn nýliðum Leiknis í 1. umferð og töpuðu niður tveggja marka forystu gegn Víkingi um síðustu helgi. Leikurinn hófst fjörlega, Atli Guðnason átti skalla úr ágætu færi fyrir FH-inga á 6. mínútu og tveimur mínútum síðar átti Andri Adolpsson gott skot af vítateigslínunni sem sleikti stöngina á leiðinni framhjá en Róbert örn Óskarsson stóð stjarfur á línunni. Liðin skiptust á að sækja en sóknaruppbygging FH-inga var mun betri en í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins og greinilegt að leikmenn eru búnir að venjast 4-4-2 kerfinu.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hlíðarenda í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Vörn Valsara hélt ágætlega með þá Orra Sigurð og Thomas Guldborg í miðvarðarstöðunum og möguleikar FH-inga komu frá Atla Guðnasyni sem var skeinuhættur á vinstri kantinum í byrjun leiks. Valsarar fengu besta færið í fyrri hálfleik á 35. mínútu þegar aukaspyrna Kristins Freys hitti ennið á Patrick Pedersen en hann skallaði yfir markið. Skömmu áður hafði Haukur Páll skallað samskonar aukaspyrnu Kristins yfir. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki fjörlega en þegar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tók Jeremy Serwy útaf fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Serwy hafði átt fremur bragðdaufan leik fram að því en við skiptinguna galopnaðist hægri vængur FH-inga og Valsmenn fundu leið fram völlinn. Andri Adolphsson átti góða fyrirgjöf frá þeim kanti sem Sigurður Egill Lárusson skallaði inn 5 mínútum eftir skiptinguna. 1-0 fyrir Val með marki sem kom upp úr engu. Skömmu síðar átti Andri aðra fyrirgjöf á Sigurð en þá brást honum bogalistin og skotið flaug framhjá markinu. Markið kom upp um FH-inga sem höfðu ekki spilað vel og Hafnfirðingar brugðust illa við að lenda undir og á 66. mínútu skoruðu Valsarar aftur. Haukur Páll Sigurðsson var aleinn og yfirgefinn á miðjum vellinum með endalausa sendingamöguleika. Haukur veðjaði á réttan hest, sendi á Patrick Pedersen sem framlengdi boltann á Sigurð Egil sem sneri á varnarmann og skaut hnitmiðuðu skoti í hornið, óverjandi fyrir Róbert. Heimir gerði tvöfalda skiptingu og inná kom Atli Viðar Björnsson en allt kom fyrir ekki. Atli sást varla en kom sér þó í eitt færi og reyndi að vippa yfir Ingvar Kale en boltinn lyftist varla af jörðinni og rúllaði í fangið á Ingvari. Valsarar voru líklegri til að bæta við en FH að minnka muninn, Patrick Pedersen skaut í slá meðal annars eftir hornspyrnu, og sigurinn að lokum sanngjarn. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér, enginn andi virtist í mönnum, hreyfing án bolta var engin og allar aðgerðir hægar og fyrirsjáanlegar. Valsmenn, aftur á móti, voru sterkir varnarlega og sóknarleikurinn óx þegar leið á leikinn. Gríðarlega sterkur sigur hjá Hlíðarendapiltum eftir slaka byrjun. Sigurður Egill Lárusson var kampakátur í leikslok: "Þetta var mjög flottur sigur, það var kominn tími á sigur. Við spiluðum vel í síðasta leik og ætluðum að reyna að byggja ofan á þá frammistöðu og mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur." Sigurður er vanur að gefa frábærar fyrirgjafir en í þessum leik tók hann á móti einni slíkri frá Andra Adolphssyni: "Þetta var frábær bolti hjá Andra, beint á pönnuna og boltinn söng inni" sagði glaðbeittur Sigurður Egill.Heimir Guðjónsson svekktur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánHeimir: Vorum teknir í bakaríið Heimir Guðjónsson var ómyrkur í máli að leik loknum. "Mér fannst við ekki byrja leikinn vel, enduðum illa og miðjan var einnig slök. Við vorum teknir í bakaríið af góðu Valsliði,“ sagði Heimir. En hvað var vandamálið? „Við vörðumst ekki sem lið og það var engin hreyfing á okkur sóknarlega. Við getum prísað okkur sæla að hafa ekki tapað stærra en 2-0". Heimir vildi ekkert segja um hvort breytingar yrðu á liðinu fyrir næsta leik.Kristinn Freyr Sigurðsson með takta í kvöld.vísir/stefánÓlafur: Áttum frábæran leik Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Við áttum frábæran leik og unnum sanngjarnt, Við svöruðum fyrir okkur eftir fyrstu tvo leikina," sagði hann. Ólafur vildi ekki meina að hann hefði kent Heimi Guðjónssyni allt sem hann kann og sagði það ekki auðveldara að vinna Heimi en aðra þjálfara. „Það er hinsvegar gaman að vinna FH-liðið, atvinnumannalið að þeirra sögn og frábært lið,“ saagði maðurinn með 10/11 húfuna, Ólafur Jóhannesson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira