Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir 3 - 0 ÍBV | Enn geta Eyjamenn ekki skorað mark Jóhann Óli Eiðsson á Fylkisvelli skrifar 17. maí 2015 16:00 Ásgeir Eyþórsson í baráttu við Gunnar Þorsteinsson og Tom Skogsrud í Lautinni í dag. vísir/stefán Fylkir tók á móti ÍBV í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla. Fylkismenn voru fyrir leikinn taplausir eftir tvö 1-1 jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum meðan Eyjamenn voru án stiga og höfðu enn ekki skorað mark. Það blés örlítið í átt að Árbæjarlaug og sóttu heimamenn undan vindi í fyrri hálfleik. Þeir reyndu í nokkur skipti að nýta vindinn, meðal annars tvisvar úr horni, en allt kom fyrir ekki. Heimamenn voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en án þess að skapa sér nokkurt hættulegt færi. Þeir ógnuðu með langskotum og í tvígang þurfti Guðjón Orri að taka á til að verja skot þeirra. Eyjamenn áttu eiginlega besta færi fyrri hálfleiksins þegar Ian Jeffs náði ágætu skoti af markteigshorni en Bjarni varði frá honum. Það var líka eina nánast eina færi Eyjamanna í leiknum. Þeir lágu aftarlega og voru skipulagðir en þeim gekk ekkert að koma boltanum fram á við. Sendingarnar voru ómarkvissar og komust sjaldan til skila. Jonathan Glenn spilaði sem fremsti maður og hafði greinilega það hlutverk að halda boltanum meðan liðsfélagar hans færðu sig ofar á völlinn. Glenn hékk yfirleitt of lengi á boltanum og þegar hann losaði sig við hann voru Fylkismenn allir komnir til baka í sínar stöður. Hefði hann eytt eilítið minni tíma í verkefnið hefðu gestirnir getað verið hættulegir en þeir ógnuðu nær ekkert. Í hálfleik var markalaust og framan af síðari hálfleiknum var það sama upp á teningnum. Færi leiksins voru fá og flestir sénsarnir komu af löngu færi. Það breyttist þegar korter lifði leiks en þá skoraði Oddur Ingi Magnússon mark með skalla eftir sendingu bakvarðarins Stefáns Ragnars Guðlaugssonar. Við þetta var eins og vörn ÍBV, sem hafði verið öguð og haldið vel fram að þessu, stimplaði sig hreinlega út. Hausinn var kominn hálfa leið í Herjólf. Tveimur mínútum síðar hafði Oddur bætt við öðru marki og undir lokin skallaði Tonci Radovinkovic boltann í markið eftir aukaspyrnu. Í þriðja markinu var sem enginn Eyjamaður hefði áhuga á að dekka Tonci því hann var aleinn og hvernig maður nálægt honum. Niðurstaðan öruggur þrjú núll sigur heimamanna. Þrátt fyrir að mörkin hafi látið bíða eftir sér og þeir ekki skapað sér mikið hafði maður alltaf á tilfinningunni að Fylkir gæti sett inn mark. Sú tilfinning var ekki til staðar þegar ÍBV var með boltann. Jóhannes Harðarson virðist eiga ærið verkefni fyrir höndum. Sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska og liðið ógnaði helst eftir föst leik atriði. Það gekk illa að vinna horn og aukaspyrnur og því voru þau alls ekki mörg. Mögulega tekst nýju erlendu leikmönnunum að stoppa í þau göt sem þarf. Með svipaðri frammistöðu og í dag er klárt mál að ÍBV mun ekki skora mörg mörk í sumar. Liðið hefur nú ekki skorað í rúmar 280 mínútur á þessu Íslandsmóti og að auki bætast við 180 mínútur í síðustu tveimur leikjum liðsins á síðasta móti. Síðasta mark liðsins kom á 68. mínútu í 3-3 jafntefli á KR-vellinum í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra. Það skoraði Gunnar Þorsteinsson. Ef gert er ráð fyrir fjögurra mínútna uppbótartíma í hverjum leik liðsins þýðir það að 492 mínútur eru liðnar frá því að ÍBV skoraði síðast mark á Íslandsmótinu. Árbæingar geta gengið sæmilega sáttir frá leiknum. Þeir virtust aldrei eiga á hættu að fá mark á sig og voru öruggir í sínum aðgerðum. Eflaust hefðu þeir viljað skapa sér meira. Vörnin var afar þétt og bakverðirnir Stefán og Daði áttu sína spretti fram á við. Löng innköst Stefáns og spyrnur Daða sköpuðu usla. Helst er hægt að setja út á frammistöðu Ingimundar Níelss Óskarssonar sem var vart sjáanlegur fyrir utan eitt skot í fyrri hálfleik. Einnig má nefna að sendingar Jóhannesar Karls Guðjónssonar voru á tíðum ónákvæmar en það slapp í dag. Heil umferð fer fram í Pepsi-deildinni á miðvikudag. Þá fá Fylkismenn KR-inga í heimsókn í þráðbeina útsendingu á Stöð 2. Eyjamenn fá nýliða Leiknis niður í Suðurey og hljóta að ætla sér sigur.Jóhannes Harðarson: Klúðruðum einföldum hlutum sem eiga ekki að klikka „Það er grátlegt að þetta fari svona í lokin hjá okkur,“ sagði Jóhannes Harðarson eftir að hans drengir í ÍBV höfðu tapað 3-0 fyrir Fylki. „Framan af fannst mér vinnuframlagið hjá okkur vera mjög gott og við vera að gera vel.“ Eyjaliðið skapaði sér lítið í leiknum og þegar fimmtán mínútur voru eftir virtust varnarmenn liðsins tapa einbeitingunni algerlega. „Við gerum okkur seka um mistök sóknarlega og varnarlega. Við komum okkur í ágætis stöður en klikkuðum á snertinum og sendingum sem á ekki að gerast. Ég veit síðan hreinlega ekki hvað gerðist á 75. mínútu. Við missum hausinn algerlega, fáum mark á okkur og annað strax í kjölfarið. Ég mun skoða þetta en hef enga skýringu á þessu núna. Þetta er hlutir sem mega ekki gerast.“ „Við komum okkur oft í ágætis stöður en þetta klikkar svo á síðasta þriðjungnum. Við skemmdum fyrir okkur sjálfir. Við vorum á erfiðum útivelli og nýttum okkur ekki það sem við sköpuðum meðan þeir kláruðu sitt,“ segir Jóhannes. ÍBV bætti við sig erlendum leikmönnum og aðeins annar þeirra kom við sögu í kvöld. „Barden kom inn á og að auki fengum við danskan leikmann í gær sem náði bara einni æfingu. Við ákváðum að bíða því með hann. Þeir koma til með að styrkja hópinn en þetta er aðallega spurning um að þeir sem fyrir eru rífi sig í gang því þeir eiga meira inni. Það er ekki nóg að leggja sig bara fram í 75 mínútur, það verður ða klára níutíu,“ segir Jóhannes að lokum.Ásmundur Arnarsson: Töluðum fyrir leik um að þetta yrði þolinmæðisverk „Við töluðum um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og það kom á daginn,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Líkt og áður segir voru Fylkismenn sterkari aðilinn í leiknum án þess þó að skapa mikið framan af. Þegar upp var staðið hafði liðið hins vegar skorað þrjú mörk. „Þetta var erfitt hjá okkur í fyrri hálfleik. Okkur gekk ekki nógu vel að halda boltanum innan liðsins og við sköpuðum okkur ekki nægilega mörg færi. Við vorum þéttir til baka og þeim tókst að sama skapi ekki að skapa sér margt.“ Undir lok leiksins opnuðust flóðgáttir og Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla. „Mér fannst við góðir í síðari hálfleik og ráða algjörlega leiknum. Það tók langan tíma að fá markið en þegar það kom þá fylgdu fleiri og við sigldum þessu heim,“ segir Ásmundur.vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Fylkir tók á móti ÍBV í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla. Fylkismenn voru fyrir leikinn taplausir eftir tvö 1-1 jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum meðan Eyjamenn voru án stiga og höfðu enn ekki skorað mark. Það blés örlítið í átt að Árbæjarlaug og sóttu heimamenn undan vindi í fyrri hálfleik. Þeir reyndu í nokkur skipti að nýta vindinn, meðal annars tvisvar úr horni, en allt kom fyrir ekki. Heimamenn voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en án þess að skapa sér nokkurt hættulegt færi. Þeir ógnuðu með langskotum og í tvígang þurfti Guðjón Orri að taka á til að verja skot þeirra. Eyjamenn áttu eiginlega besta færi fyrri hálfleiksins þegar Ian Jeffs náði ágætu skoti af markteigshorni en Bjarni varði frá honum. Það var líka eina nánast eina færi Eyjamanna í leiknum. Þeir lágu aftarlega og voru skipulagðir en þeim gekk ekkert að koma boltanum fram á við. Sendingarnar voru ómarkvissar og komust sjaldan til skila. Jonathan Glenn spilaði sem fremsti maður og hafði greinilega það hlutverk að halda boltanum meðan liðsfélagar hans færðu sig ofar á völlinn. Glenn hékk yfirleitt of lengi á boltanum og þegar hann losaði sig við hann voru Fylkismenn allir komnir til baka í sínar stöður. Hefði hann eytt eilítið minni tíma í verkefnið hefðu gestirnir getað verið hættulegir en þeir ógnuðu nær ekkert. Í hálfleik var markalaust og framan af síðari hálfleiknum var það sama upp á teningnum. Færi leiksins voru fá og flestir sénsarnir komu af löngu færi. Það breyttist þegar korter lifði leiks en þá skoraði Oddur Ingi Magnússon mark með skalla eftir sendingu bakvarðarins Stefáns Ragnars Guðlaugssonar. Við þetta var eins og vörn ÍBV, sem hafði verið öguð og haldið vel fram að þessu, stimplaði sig hreinlega út. Hausinn var kominn hálfa leið í Herjólf. Tveimur mínútum síðar hafði Oddur bætt við öðru marki og undir lokin skallaði Tonci Radovinkovic boltann í markið eftir aukaspyrnu. Í þriðja markinu var sem enginn Eyjamaður hefði áhuga á að dekka Tonci því hann var aleinn og hvernig maður nálægt honum. Niðurstaðan öruggur þrjú núll sigur heimamanna. Þrátt fyrir að mörkin hafi látið bíða eftir sér og þeir ekki skapað sér mikið hafði maður alltaf á tilfinningunni að Fylkir gæti sett inn mark. Sú tilfinning var ekki til staðar þegar ÍBV var með boltann. Jóhannes Harðarson virðist eiga ærið verkefni fyrir höndum. Sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska og liðið ógnaði helst eftir föst leik atriði. Það gekk illa að vinna horn og aukaspyrnur og því voru þau alls ekki mörg. Mögulega tekst nýju erlendu leikmönnunum að stoppa í þau göt sem þarf. Með svipaðri frammistöðu og í dag er klárt mál að ÍBV mun ekki skora mörg mörk í sumar. Liðið hefur nú ekki skorað í rúmar 280 mínútur á þessu Íslandsmóti og að auki bætast við 180 mínútur í síðustu tveimur leikjum liðsins á síðasta móti. Síðasta mark liðsins kom á 68. mínútu í 3-3 jafntefli á KR-vellinum í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra. Það skoraði Gunnar Þorsteinsson. Ef gert er ráð fyrir fjögurra mínútna uppbótartíma í hverjum leik liðsins þýðir það að 492 mínútur eru liðnar frá því að ÍBV skoraði síðast mark á Íslandsmótinu. Árbæingar geta gengið sæmilega sáttir frá leiknum. Þeir virtust aldrei eiga á hættu að fá mark á sig og voru öruggir í sínum aðgerðum. Eflaust hefðu þeir viljað skapa sér meira. Vörnin var afar þétt og bakverðirnir Stefán og Daði áttu sína spretti fram á við. Löng innköst Stefáns og spyrnur Daða sköpuðu usla. Helst er hægt að setja út á frammistöðu Ingimundar Níelss Óskarssonar sem var vart sjáanlegur fyrir utan eitt skot í fyrri hálfleik. Einnig má nefna að sendingar Jóhannesar Karls Guðjónssonar voru á tíðum ónákvæmar en það slapp í dag. Heil umferð fer fram í Pepsi-deildinni á miðvikudag. Þá fá Fylkismenn KR-inga í heimsókn í þráðbeina útsendingu á Stöð 2. Eyjamenn fá nýliða Leiknis niður í Suðurey og hljóta að ætla sér sigur.Jóhannes Harðarson: Klúðruðum einföldum hlutum sem eiga ekki að klikka „Það er grátlegt að þetta fari svona í lokin hjá okkur,“ sagði Jóhannes Harðarson eftir að hans drengir í ÍBV höfðu tapað 3-0 fyrir Fylki. „Framan af fannst mér vinnuframlagið hjá okkur vera mjög gott og við vera að gera vel.“ Eyjaliðið skapaði sér lítið í leiknum og þegar fimmtán mínútur voru eftir virtust varnarmenn liðsins tapa einbeitingunni algerlega. „Við gerum okkur seka um mistök sóknarlega og varnarlega. Við komum okkur í ágætis stöður en klikkuðum á snertinum og sendingum sem á ekki að gerast. Ég veit síðan hreinlega ekki hvað gerðist á 75. mínútu. Við missum hausinn algerlega, fáum mark á okkur og annað strax í kjölfarið. Ég mun skoða þetta en hef enga skýringu á þessu núna. Þetta er hlutir sem mega ekki gerast.“ „Við komum okkur oft í ágætis stöður en þetta klikkar svo á síðasta þriðjungnum. Við skemmdum fyrir okkur sjálfir. Við vorum á erfiðum útivelli og nýttum okkur ekki það sem við sköpuðum meðan þeir kláruðu sitt,“ segir Jóhannes. ÍBV bætti við sig erlendum leikmönnum og aðeins annar þeirra kom við sögu í kvöld. „Barden kom inn á og að auki fengum við danskan leikmann í gær sem náði bara einni æfingu. Við ákváðum að bíða því með hann. Þeir koma til með að styrkja hópinn en þetta er aðallega spurning um að þeir sem fyrir eru rífi sig í gang því þeir eiga meira inni. Það er ekki nóg að leggja sig bara fram í 75 mínútur, það verður ða klára níutíu,“ segir Jóhannes að lokum.Ásmundur Arnarsson: Töluðum fyrir leik um að þetta yrði þolinmæðisverk „Við töluðum um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og það kom á daginn,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Líkt og áður segir voru Fylkismenn sterkari aðilinn í leiknum án þess þó að skapa mikið framan af. Þegar upp var staðið hafði liðið hins vegar skorað þrjú mörk. „Þetta var erfitt hjá okkur í fyrri hálfleik. Okkur gekk ekki nógu vel að halda boltanum innan liðsins og við sköpuðum okkur ekki nægilega mörg færi. Við vorum þéttir til baka og þeim tókst að sama skapi ekki að skapa sér margt.“ Undir lok leiksins opnuðust flóðgáttir og Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla. „Mér fannst við góðir í síðari hálfleik og ráða algjörlega leiknum. Það tók langan tíma að fá markið en þegar það kom þá fylgdu fleiri og við sigldum þessu heim,“ segir Ásmundur.vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira