Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:15 Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira