Hreiðar Levy heim í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levy Guðmundsson. Vísir/Stefán Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. KR-ingar segja frá því á heimasíðu sinni að Hreiðar Levy hafi gengið frá tveggja ára samning við handknattleiksdeild KR. Hann var búinn að tilkynna það að hann væri á leiðinni til Íslands frá Noregi og nú ætlar hann alla leið heim í Vesturbæinn. „Silfurdrenginn þarf vart að kynna fyrir handaboltaáhugamönnum. Hreiðar hóf ungur að leika með KR og var partur af mjög sigursælu liði í yngri flokkum KR. Hreiðar spilaði svo með Gróttu/KR og varð m.a. bikarmeistari í 2. flokk, ásamt Alexander Petersson. Síðust ár hefur Hreiðar spilað sem atvinnumaður, fyrst í Svíþjóð, svo í Þýskalandi og loks í Noregi. Þá hefur Hreiðar, líkt og alþjóð veit, spilaði fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd,“ segir í fréttinni á heimasíðu KR. Hreiðar Levy Guðmundsson lék 151 landsleik með Ísland og tók þátt í níu stórmótum með landsliðinu á árunum 2005 til 2012. Hann vann Ólympíusilfur og Evrópubrons með íslenska landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Á heimasíðu KR er einnig viðtal við Hreiðar Levy sjálfan. „Ég er virkilega ánægður með að vera kominn aftur heim í Vesturbæinn. Það eru nokkur ár frá því að ég klæddist KR-treyjunni síðast – en get ekki beðið eftir því að smella mér í hana aftur. Ég hef aðeins verið að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðast árið hjá KR og hef verið mjög hrifin,“ sagði Hreiðar Levý. „Þegar ég var búinn að ákveða að snúa aftur heim kom aldrei neitt annað félag en KR til greina. Þá er ég mjög spenntur fyrir því að taka þátt í þjálfun markmanna félagsins, og tel mig hafa margt fram að færa í þeim efnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá KR í handboltanum og mikil áskorun fyrir mig sem leikmann að taka þátt í þessu verkefni” sagði Hreiðar Levy Guðmundsson í viðtali á heimasíðu KR. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. KR-ingar segja frá því á heimasíðu sinni að Hreiðar Levy hafi gengið frá tveggja ára samning við handknattleiksdeild KR. Hann var búinn að tilkynna það að hann væri á leiðinni til Íslands frá Noregi og nú ætlar hann alla leið heim í Vesturbæinn. „Silfurdrenginn þarf vart að kynna fyrir handaboltaáhugamönnum. Hreiðar hóf ungur að leika með KR og var partur af mjög sigursælu liði í yngri flokkum KR. Hreiðar spilaði svo með Gróttu/KR og varð m.a. bikarmeistari í 2. flokk, ásamt Alexander Petersson. Síðust ár hefur Hreiðar spilað sem atvinnumaður, fyrst í Svíþjóð, svo í Þýskalandi og loks í Noregi. Þá hefur Hreiðar, líkt og alþjóð veit, spilaði fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd,“ segir í fréttinni á heimasíðu KR. Hreiðar Levy Guðmundsson lék 151 landsleik með Ísland og tók þátt í níu stórmótum með landsliðinu á árunum 2005 til 2012. Hann vann Ólympíusilfur og Evrópubrons með íslenska landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Á heimasíðu KR er einnig viðtal við Hreiðar Levy sjálfan. „Ég er virkilega ánægður með að vera kominn aftur heim í Vesturbæinn. Það eru nokkur ár frá því að ég klæddist KR-treyjunni síðast – en get ekki beðið eftir því að smella mér í hana aftur. Ég hef aðeins verið að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðast árið hjá KR og hef verið mjög hrifin,“ sagði Hreiðar Levý. „Þegar ég var búinn að ákveða að snúa aftur heim kom aldrei neitt annað félag en KR til greina. Þá er ég mjög spenntur fyrir því að taka þátt í þjálfun markmanna félagsins, og tel mig hafa margt fram að færa í þeim efnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá KR í handboltanum og mikil áskorun fyrir mig sem leikmann að taka þátt í þessu verkefni” sagði Hreiðar Levy Guðmundsson í viðtali á heimasíðu KR.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira