Eftir jafnteflið er Man. Utd í 9. sæti deildarinnar með sautján stig en Sheffield United er 6. sætinu með átján stig.
John Fleck kom Sheffield yfir á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Lys Mousset sem nýtti sér mistök Phil Jones, sem fékk langþráð tækifæri í miðri vörn Manchester United.
Jones var skipt af velli í hálfleik og inn kom Jesse Lingard en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Lys Mousset forystuna. Andreas Pereira missti boltann á miðjunni, gestirnir geystust upp og skoruðu.
"There's only one United" was the chant from the home fans after this shot found the net #SHUMUN LIVE: https://t.co/CFI8cjwpw0#bbcfootballpic.twitter.com/xsXwBh8e3L
— BBC Sport (@BBCSport) November 24, 2019
Gestirnir frá Manchester voru þó ekki af baki dottnir. Brandon Williams, fæddur árið 2000, minnkaði muninn á 72. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Mason Greenwood, fæddur árið 2001, metin eftir að hafa komið inn sem varamaður.
- For the 3rd time 2 different teenagers have scored for Man United in a Premier League match
— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 24, 2019
2019 - Williams & Greenwood
2005 - Rooney & Rossi
2004 - Rooney & Ronaldo#MUFC#SHUMUN
Marcus Rashford gaf laglega sendingu fyrir markið og Greenwood var vel vakandi í teignum. Endurkoman var svo fullkomnuð á 79. mínútu er Marcus Rashford skoraði eftir stórkostlega spilamennsku United.
Dramatíkinni var ekki lokið því í uppbótartíma jafnaði Oli McBurnie metin eftir darraðadans í vítateig gestanna. Lokatölur 3-3 ævintýralegt jafntefli.
FT
— BBC Sport (@BBCSport) November 24, 2019
Man Utd couldn't hold on after their big turnaround.
A crazy end to the game!
Sheffield United 3-3 Man Utd#SHUMUN reaction: https://t.co/CFI8cjwpw0#bbcfootballpic.twitter.com/C3DltzgvH4