Innlent

Fréttamynd

Henti byssunni upp á þak um há­bjartan dag

Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta eru mikil von­brigði fyrir okkur“

Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Skilur vel reiðina sem blossi upp

Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttir kennarar yfir­gefa skólana

Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Niður­stöðu beðið í Karp­húsinu

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu kennara en hið opinbera fór fram á frest fram til hádegis til þess að bregðast við innahússtillögu ríkissáttasemjara í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Búr­fells­lundur verður Vaðöldu­ver

Landsvirkjun hefur ákveðið að gefa fyrsta vindorkuveri landsins sem nú er að rísa heitið Vaðölduver. Hingað til hefur það gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur en þar eiga að rísa 28 vindmyllur á næstu tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að tjalda í Kópa­vogi þangað til meiri­hlutinn springur

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma.

Innlent
Fréttamynd

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll hafin í sex skólum

Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföll skella á

Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru.

Innlent
Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

„Hún verður örugg­lega afbragðsborgarstjóri“

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund, staða Play og ó­reyndur rútubílstjóri

Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent