Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. Lífið 14.4.2025 13:31
Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Skandall, fulltrúi Menntaskólans á Akureyri, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldskólanna 2025 sem fór fram á laugardaginn. Keppnin fór fram í Háskólabíói. Lífið 14.4.2025 12:49
Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Nú eru veislur víða haldnar eða í undirbúningi. Og hægt er að vera með veisluskreytingu með dásamlega fallegum blómum sem síðan er hægt að flytja út í beð eða pott í garðinum eða svölunum og njóta svo áfram í allt sumar. Lífið 14.4.2025 12:31
Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Kynlífstækjaverslunin Blush fagnaði fjórtán ára afmæli sínu í vikunni með sjóðheitu teiti í verslun þeirra við Dalveg. Í tilefni tímamótanna var ekkert til sparað, og skálað var fram eftir kvöldinu fyrir því að hafa fullnægt landsmönnum í rúman áratug. Lífið 13.4.2025 20:00
Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 í kvöld. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa. Lífið 13.4.2025 17:03
Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári „Skuldir eru ekki bara tölur á blaði, þetta getur haft áhrif á líf og andlega heilsu. Með opinskáum samtölum getum við bókstaflega bjargað mannslífum,“ segir Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir. Í upphafi síðasta árs stóð Íris uppi með skuldir upp á nær 25 milljónir íslenskra króna. Í dag er þessi upphæð komin niður í 9,6 milljónir króna. Færni Írisar á samfélagsmiðla og opið samtal voru lykilþáttur í árangrinum. Lífið 13.4.2025 10:17
Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 13.4.2025 07:02
„Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ „Það eina sem ég hugsaði um þarna var bara að halda ró minni og reyna að gera mitt besta til að komast út úr þessum aðstæðum,“ segir Einar Vignir Einarsson skipstjóri sem varð fyrir hrikalegri lífsreynslu árið 1998. Einar var skipstjóri á fiskibáti sem verið var að sigla frá Hafnarfirði til Kamerún þegar áhöfnin lenti í því að vera rænd af hermönnum í Senegal. Það var áður en sjóræningjar réðust á þá sunnan við Grænhöfðaeyjar. Lífið 13.4.2025 07:02
Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ „Ég held að fólk átti sig ekki á því að kynþáttafordómar eru staðreynd á Íslandi – eða kannski vill fólk bara ekki horfast í augu við það. En við þurfum að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, tvítugur laganemi. Foreldrar Sasini eru frá Srí Lanka en Sasini er engu að síður fædd og uppalin á hér landi og talar reiprennandi íslensku. Lífið 12.4.2025 09:02
Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 12.4.2025 07:00
„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Lífið 11.4.2025 21:01
Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. Lífið 11.4.2025 16:13
Joey Christ og Alma selja íbúðina Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir. Lífið 11.4.2025 15:01
Stjörnum prýdd kynning enska boltans Stöð 2 Sport kynnti væntanlega dagskrá í kringum enska boltann með pompi og prakt í gær. Fjölmennt og góðmennt var á kynningarviðburðinum. Lífið 11.4.2025 14:15
Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu. Lífið 11.4.2025 13:06
„Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Viktor Heiðdal Andersen hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á sömu deildinni á Landspítala í fimm ár og kann einstaklega vel við sig þar. Lífið 11.4.2025 12:31
Segir frumburðinn með nefið hans pabba Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Hilmir Snær Guðnason leikari eiga von á sínu fyrsta barni saman eftir nokkrar vikur. Vala birti mynd af Hilmi með sónarmynd upp við nefið á sér og segir barnið ekki vera með nefið frá sér. Lífið 11.4.2025 11:30
VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Ása Ninna Pétursdóttir fór á stúfana fyrir Ísland í dag og rannsakaði hvort það væri til hin eina sanna uppskrift af hinu fullkomna sumarlagi. Lífið 11.4.2025 10:33
Rúrik á batavegi eftir aðgerð Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna sýkingar í hálskirtlum, svokallaðrar peritonsillar abscess ígerðar. Lífið 11.4.2025 09:24
Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND. Lífið 11.4.2025 07:35
Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi. Lífið 10.4.2025 23:58
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Lífið 10.4.2025 17:51
Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana. Lífið 10.4.2025 16:01
Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan. Lífið 10.4.2025 14:03