Viðskipti

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Viðskipti innlent

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent

Banka­stjórarnir fengu 260 milljónir króna

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Viðskipti innlent

Neyt­endur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Viðskipti innlent

Ný ríkis­stjórn sé að efla er­lenda mjólkur­fram­leiðslu

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.

Viðskipti innlent

Reikningur tengdur dular­fullri Grindavíkur-mynt horfinn spor­laust

Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega.

Viðskipti innlent

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Viðskipti innlent

„Fyrstu við­brögðin voru þetta er ekki hægt“

Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna.

Viðskipti innlent

Al­menningur fær for­gang og lægsta verðið

Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun.

Viðskipti innlent

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi

Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða. 

Viðskipti innlent