Viðskipti

Helgi ráðinn sölu­stjóri

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri hjá Origo. Helgi hefur starfað í upplýsingatækni með einum og öðrum hætti í tæplega þrjá áratugi. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania og fyrir það starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Origo.

Viðskipti innlent

Kemur nýr inn í fjár­málastöðug­leika­nefnd

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.

Viðskipti innlent

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrir­tæki fram­tíðarinnar

„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Atvinnulíf

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent

Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar

Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna

Viðskipti innlent

Arion lækkar vexti

Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi.

Viðskipti innlent

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða

Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Viðskipti innlent

Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð

Ég hallaði sætinu aftur, setti mjóbaksnuddið í gang og lokaði augunum. Þrjátíu mínútna hleðslustopp þarf ekki að vera svo slæmt. Ég sat í Ford Capri, fornfrægum sportbíl sem geystist á ný inn á markaðinn síðasta sumar, endurfæddur sem rafbíll.

Samstarf