Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Formúla 1 14.4.2025 18:00
Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. Formúla 1 13.4.2025 17:20
Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Michael Schumacher skrifaði nafn sitt með hjálp eiginkonu sinnar, Corrinu, á hjálm til styrktar góðu málefni. Formúla 1 13.4.2025 10:33
Verstappen á ráspólnum í Japan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í formúlu 1, verður á ráspól í Japanskappakstrinum sem er fram í nótt. Formúla 1 5.4.2025 09:16
„Það er algjört kjaftæði“ Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir það algjört kjaftæði að hann sé búinn að missa trúnna á liði Ferrari á yfirstandandi tímabili eftir brösótta byrjun. Formúla 1 3.4.2025 16:17
Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sergio Pérez segist hafa rætt við nokkur lið síðustu mánuði um möguleikann á að snúa aftur í Formúlu 1. Formúla 1 2.4.2025 16:45
Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. Formúla 1 29.3.2025 09:33
Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn. Formúla 1 28.3.2025 09:00
Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Svo virðist sem glóðin hafi slokknað hjá ökuþórnum Lewis Hamilton og leikkonunni Sofíu Vergara. Formúla 1 27.3.2025 08:30
Red Bull búið að gefast upp á Lawson Þrátt fyrir að aðeins tveimur keppnum sé lokið á tímabilinu í Formúlu 1 bendir allt til þess að Red Bull ætli að skipta öðrum ökumanni sínum út. Formúla 1 26.3.2025 12:31
Hamilton dæmdur úr leik í Kína Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur verið dæmdur úr leik í kínverska kappakstrinum ásamt tveimur öðrum. Formúla 1 23.3.2025 12:28
Piastri vann Kínakappaksturinn McLaren byrjar tímabilið í Formúlu 1 vel en liðið hefur unnið fyrstu tvær keppnirnar. Í dag hrósaði Oscar Piastri sigri í kínverska kappakstrinum. Formúla 1 23.3.2025 09:15
Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Lewis Hamilton á Ferrari fagnaði sigri í sprettkeppni næturinnar í Formúlu 1 í Sjanghæ í Kína. Oscar Piastri á McLaren varð annar en hann verður jafnframt á ráspól í keppni morgundagsins eftir góða tímatöku í morgun. Formúla 1 22.3.2025 10:35
Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. Formúla 1 21.3.2025 10:01
Eddie Jordan látinn Eddie Jordan, sem var eigandi Jordan í Formúlu 1, lést í morgun, 76 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Formúla 1 20.3.2025 11:00
Formúlan gæti farið til Bangkok Svo gæti farið að Formúlu 1 keppni færi fram í Bangkok, höfuðborg Taílands, á næstu árum. Formúla 1 19.3.2025 12:02
Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Formúla 1 16.3.2025 09:30
„Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, segir að komandi tímabil verði stærsta áskorun liðsins til þessa. Formúla 1 15.3.2025 22:30
McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins McLaren menn ætla sér stóra hluta á nýju formúlu 1 tímabili og þeir stóðu undir þeim vonum og væntingum í tímatöku fyrir ástralska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Formúla 1 15.3.2025 09:01
„Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Hin danska Alba Hurup Larsen ætlar sér að skrifa nýjan kafla í sögu Formúlu 1 enda hefur hún sett sér risamarkmið. Formúla 1 14.3.2025 07:03
F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Tuttugu og fjórar keppnishelgar, tíu lið, tuttugu framúrskarandi ökumenn en aðeins einn þeirra stendur uppi sem heimsmeistari. Þetta er krúnudjásn akstursíþróttanna, Formúla 1. Formúla 1 13.3.2025 08:32
Cadillac verður með lið í formúlu 1 Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu. Formúla 1 7.3.2025 18:00
Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. Formúla 1 4.3.2025 11:02
Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Lewis Hamilton er kominn til Ferrari og það er mikill áhugi meðal formúlu 1 áhugafólks á því að sjá hvernig honum gengur þar. Formúla 1 28.2.2025 10:33