Erlent Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48 Danir rýmka reglur um þungunarrof Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu. Erlent 3.5.2024 08:08 Þrjátíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul. Erlent 3.5.2024 07:42 Segja frumvarp um gyðingaandúð í andstöðu við Biblíuna Öfgahópur innan Repúblikanaflokksins hefur mótmælt þverpólitísku frumvarpi sem var samþykkt í fulltrúadeildinni á miðvikudag og miðar að því að útrýma hatursáróðri gegn gyðingum. Erlent 3.5.2024 07:40 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. Erlent 3.5.2024 07:14 „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20 Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Erlent 2.5.2024 16:44 Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09 Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57 Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. Erlent 2.5.2024 12:57 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57 Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40 Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Erlent 2.5.2024 06:59 Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Hundruð lögreglumanna í óeirðarbúnaði eru nú í viðbragðsstöðu á lóð UCLA í Kaliforníu í Bandaríkjunum en til stendur að loka tjaldbúðum sem komið hefur verið upp við háskólann og reka mótmælendur á brott. Erlent 2.5.2024 06:41 Vilja endurupptöku í máli Weinstein Saksóknarar kröfðust endurupptöku yfir Harvey Weinstein í yfirheyrslu í Manhattan-borg í dag eftir að áfrýjunardómstóll sneri við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Erlent 1.5.2024 19:35 Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. Erlent 1.5.2024 14:42 Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina aldrei verið minni Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina hefur aldrei mælst lægri samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Epinion. 31,5 prósent landsmanna kysi ríkisstjórnarflokkana þrjá ef gengið yrði til kosninga í dag. Erlent 1.5.2024 11:34 Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Erlent 1.5.2024 10:51 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Erlent 30.4.2024 16:04 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24 Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14 Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19 Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Erlent 30.4.2024 08:02 Fjórir lögreglumenn skotnir til bana í Charlotte Fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana í bandarísku borginni Charlotte í Norður-Karólínu í nótt þegar þeir ætluðu að handtaka mann sem var eftirlýstur fyrir að eiga ólögleg skotvopn. Erlent 30.4.2024 07:30 Rostungur sem fannst í fyrra drapst af völdum fuglaflensu Rostungur sem fannst dauður á norsku eyjunni Hopen í fyrra er talinn hafa drepist af völdum fuglaflensu. Um er að ræða fyrsta rostunginn sem drepst af völdum veirunnar. Erlent 30.4.2024 07:22 Hvetur Hamas til að ganga að rausnarlegum tillögum Ísrael Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Hamas það eina sem stendur á milli íbúa Gasa og vopnahlés. Hann hvetur samtökin til að ganga að „ótrúlega rausnarlegum“ tillögum Ísraelsmanna. Erlent 30.4.2024 06:58 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. Erlent 29.4.2024 23:37 Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29.4.2024 13:08 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Erlent 29.4.2024 10:25 Grafið undan fjölmiðlafrelsinu víða í Evrópu Fjölmiðlafrelsið stendur höllum fæti víðsvegar í Evrópu og er í verulegri hættu í nokkrum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Civil Liberties Union for Europe (Liberties) í Berlín. Erlent 29.4.2024 08:17 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 334 ›
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48
Danir rýmka reglur um þungunarrof Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu. Erlent 3.5.2024 08:08
Þrjátíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul. Erlent 3.5.2024 07:42
Segja frumvarp um gyðingaandúð í andstöðu við Biblíuna Öfgahópur innan Repúblikanaflokksins hefur mótmælt þverpólitísku frumvarpi sem var samþykkt í fulltrúadeildinni á miðvikudag og miðar að því að útrýma hatursáróðri gegn gyðingum. Erlent 3.5.2024 07:40
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. Erlent 3.5.2024 07:14
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20
Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Erlent 2.5.2024 16:44
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09
Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57
Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. Erlent 2.5.2024 12:57
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57
Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40
Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Erlent 2.5.2024 06:59
Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Hundruð lögreglumanna í óeirðarbúnaði eru nú í viðbragðsstöðu á lóð UCLA í Kaliforníu í Bandaríkjunum en til stendur að loka tjaldbúðum sem komið hefur verið upp við háskólann og reka mótmælendur á brott. Erlent 2.5.2024 06:41
Vilja endurupptöku í máli Weinstein Saksóknarar kröfðust endurupptöku yfir Harvey Weinstein í yfirheyrslu í Manhattan-borg í dag eftir að áfrýjunardómstóll sneri við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Erlent 1.5.2024 19:35
Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. Erlent 1.5.2024 14:42
Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina aldrei verið minni Stuðningur við dönsku ríkisstjórnina hefur aldrei mælst lægri samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Epinion. 31,5 prósent landsmanna kysi ríkisstjórnarflokkana þrjá ef gengið yrði til kosninga í dag. Erlent 1.5.2024 11:34
Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Erlent 1.5.2024 10:51
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. Erlent 30.4.2024 16:04
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24
Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14
Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19
Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Erlent 30.4.2024 08:02
Fjórir lögreglumenn skotnir til bana í Charlotte Fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana í bandarísku borginni Charlotte í Norður-Karólínu í nótt þegar þeir ætluðu að handtaka mann sem var eftirlýstur fyrir að eiga ólögleg skotvopn. Erlent 30.4.2024 07:30
Rostungur sem fannst í fyrra drapst af völdum fuglaflensu Rostungur sem fannst dauður á norsku eyjunni Hopen í fyrra er talinn hafa drepist af völdum fuglaflensu. Um er að ræða fyrsta rostunginn sem drepst af völdum veirunnar. Erlent 30.4.2024 07:22
Hvetur Hamas til að ganga að rausnarlegum tillögum Ísrael Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Hamas það eina sem stendur á milli íbúa Gasa og vopnahlés. Hann hvetur samtökin til að ganga að „ótrúlega rausnarlegum“ tillögum Ísraelsmanna. Erlent 30.4.2024 06:58
Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. Erlent 29.4.2024 23:37
Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29.4.2024 13:08
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Erlent 29.4.2024 10:25
Grafið undan fjölmiðlafrelsinu víða í Evrópu Fjölmiðlafrelsið stendur höllum fæti víðsvegar í Evrópu og er í verulegri hættu í nokkrum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Civil Liberties Union for Europe (Liberties) í Berlín. Erlent 29.4.2024 08:17