Gagnrýni

Faust: fjórar stjörnur

Vesturportshópurinn skemmtir áhorfendum með loftfimleikum en hefði mátt vinna meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms.

Gagnrýni

Fullt hús á Mugiboogie

Þá er hún loks komin platan sem á að fylgja eftir einni af dáðustu plötum síðustu ára í íslenskri tónlist, Mugimama Is This Monkey Music? sem toppaði árslista flestra tónlistar­áhugamanna árið 2004. Mugison hefur ekki setið auðum höndum á þessum þremur árum sem eru liðin fá útkomu Mugimama. Hann hefur spilað töluvert í útlöndum til að fylgja erlendum útgáfum hennar eftir og hann er búinn að gera tónlist við tvær kvikmyndir; A Little Trip to Heaven og Mýrina. Svo hefur hann unnið að nýju plötunni sem er hér til umfjöllunar, Mugiboogie.

Gagnrýni

Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson

Þessi fyrsta sólóplata upptökustjórans Valgeirs Sigurðssonar stendur undir þeim miklu væntingum sem gerðar eru til hennar. Róleg og seiðandi lög og frábær hljómur.

Gagnrýni

Magni - Magni: Tvær stjörnur

Það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta sólóplata Magna veldur vonbrigðum. Orðið sem kemur upp í hugann þegar maður hlustar á hana er meðalmennska. Lagasmíðarnar og textarnir eru klisjukenndir og það sama á við um hljóminn og útsetningarnar.

Gagnrýni

Transformers - þrjár stjörnur

Aðdáendur Transformers hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvaða höndum Hollywood myndi fara um þessar ágætu teiknimynda- og leikfangahetjur níunda áratugarins. Vitað var að það yrði erfitt fyrir tölvubrellukarlana að endurskapa geimveruvélmennin á trúverðugan hátt fyrir hvíta tjaldið.

Gagnrýni

Leiðinda öryggi

Slöpp tilraun til þess að búa til kántrí fyrir indí-krakka. Oftast óáhugaverð og leiðinleg til lengdar.

Gagnrýni

Lagasmiður í ham

There Is Only One er tólfta plata Sverris Stormsker á rúmlega tuttugu ára ferli. Hún var tekin upp í Taílandi og hefur að geyma tólf lög og texta á ensku eftir Sverri sjálfan, en auk hans syngja á plötunni þau Myra Quirante og Gregory Carroll.

Gagnrýni

Björk: Volta - fjórar störnur

Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda.

Gagnrýni

Breyttar áherslur

Plata sem á nokkra eftirminnilega spretti en þegar á heildina er litið siglir hún einum of lygnan sjó þrátt fyrir tilraunir til annars.

Gagnrýni

Regnskogahasar

Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list.

Gagnrýni

Köld slóð - Tvær stjörnur

Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni.

Gagnrýni

Söknuður - 4 stjörnur

Söknuður hefur að geyma nýjar upptökur af nokkrum af þekktustu lögum Jóhanns Helgasonar. Ágæt plata sem sýnir að Jóhann er ekki bara öndvegis lagasmiður. Hann er líka frábær söngvari.

Gagnrýni

Rómverjasögur

Að sumu leyti stöndum við á öxlunum á Rómverjum. En um leið er menning þeirra framandi – að maður segi ekki villimannleg. Maður nefnir skemmtanamenninguna, skylmingaleikana, stéttaskiptinguna, þrælahaldið sem allt sýstemið byggði á...

Gagnrýni

Drottningin er enn með brókarsótt

Sóðakjafturinn Merrill Nisker, betur þekkt sem Peaches, snýr nú aftur eftir þriggja ára þögn með fleiri soravísur fyrir sjóarana sem veiða á næturklúbbum bæjarins. Hún hefur víst aldrei áður eytt jafn miklum seðlum í að gera plötu, enda seldust hinar tvær alveg sæmilega. Platan hljómar nú samt eins og hún hafi verið gerð í svefnherberginu heima hjá henni. Bæði vegna hljómgæðanna og textainnihaldsins.

Gagnrýni

Þjóðaríkon

Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að spá í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi....

Gagnrýni

Túlkanir á Skugga-Sveini

Skugga-Sveinn hefur ekki sést í leikhúsunum um langt árabil. Kannski veitti sýning í Þjóðleikhúsinu 1984 honum rothögg. Samt telst hann vera langvinsælasta leikrit íslenskrar leiklistarsögu og nú er hann jólaleikrit útvarpsins...

Gagnrýni

Völundarhús valdsins

Kristján þurfti að eyða miklum kröftum í stjórnarmyndunarviðræður. Eftir næstum tíu ár í embætti hefur Ólafur Ragnar enn ekki fengið að glíma við stjórnarmyndum – sem er þó er líklegt að honum myndi þykja skemmtilegt verkefni...

Gagnrýni

Bragarbót um Snorra

Þórarinn Eldjárn orti fyrir nokkrum árum kvæði sem varð töluvert frægt, það mun hafa birst í Morgunblaðinu 1995. Í kvæðinu var höfundur staddur fyrir utan bókasafn St. Geneviève í París

Gagnrýni

Saga úr Spánarstríðinu

Um miðja bók upphefst allt í einu mjög kröftugt skáldverk. Þá breytist sjónarhornið og kemur í ljós að söguhetjan er alls ekki sú sem maður hélt. Ekki lífsþreytti og kaldlyndi falangistinn sem ásamt félögum sínum hratt blóðbaðinu af stað, heldur allt annar, betri og hugstæðari maður...

Gagnrýni

Hver er mörgæs?

Maður þyrfti sjálfsagt að vera innfæddur til að skilja allar tilvísanirnar til hlítar. Stundum virkar bókin dálítið ruglingsleg. Þunglynd og hjartveik mörgæsin er með einhverjum hætti lykillinn að þessu, hópdýr sem hefur orðið strand í þröngri blokkaríbúð – og þá er eiginlega spurningin hver er mörgæs?

Gagnrýni

Brennslan

Birta, fylgirit Fréttablaðsins sem kemur út á föstudögum, bað mig um að taka lista yfir tíu lög sem ég myndi vilja brenna á disk. Ég valdi músík eftir Van Morrison, The Verve, Paul McCartney, Bob Dylan, Curtis Mayfield, Mariu Muldaur, The Who, Manos Hadidakis, Miles Davis og Schumann...

Gagnrýni

Innrás frá Mars

Myndin skartar nokkrum athyglisverðum senum: Þegar stúlkan fer niður að ánni og líkin fjóta þar niður. Veran í kjallaranum með Tim Robbins sem leikur ógnvænlegan furðufugl. Samt er þetta óþægilega innantómt...

Gagnrýni

Spennusaga frá Tsjernóbyl

Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina...

Gagnrýni

Sannleikurinn um gróðurhúsaáhrif?

Söguhetjan John Kenner er kynntur sem prófessor við MIT. En aðallega virðist hann hafa það hlutverk að fletta ofan af umhverfisverndarsinnum, bæði fræðilega og með því að setja þá í handjárn...

Gagnrýni

Ómetanleg bók

Þetta er eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má...

Gagnrýni

Mynd sem leynir á sér

Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar...

Gagnrýni