„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð. Íslenski boltinn 5.5.2025 22:37
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld. Íslenski boltinn 5.5.2025 18:31
Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Afturelding sigraði Stjörnuna sannfærandi í Bestu-deild karla í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur og sigruðu Garðbæinga 3-0. Íslenski boltinn 5.5.2025 18:31
Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn 5.5.2025 11:38
Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna ÍA fór með 3-0 sigur af hólmi þegar liðið tók á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í dag. Íslenski boltinn 4.5.2025 16:15
Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vestramenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og unnu 0-2 útisigur á ÍBV í fyrsta leik fimmtu umferðar Bestu deildar karla. Leikið var við kjöraðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. Með sigrinum komst Vestri á topp deildarinnar en Breiðablik og Víkingur eiga þó leik til góða. Íslenski boltinn 4.5.2025 13:17
Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Þrjú lið eru efst og jöfn í Bestu deild kvenna í fótbolta. Ellefu mörk voru skoruð þegar 4. umferðin fór fram í gær. Íslenski boltinn 4.5.2025 10:00
„Við gátum ekki farið mikið neðar“ Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik. Íslenski boltinn 3.5.2025 19:34
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. Íslenski boltinn 3.5.2025 16:17
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 3.5.2025 16:40
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. Íslenski boltinn 3.5.2025 16:17
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 3.5.2025 13:16
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. Íslenski boltinn 3.5.2025 13:16
„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Íslenski boltinn 3.5.2025 10:01
„Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ „Á meðan þið voruð að drulla yfir FH voruð þið að peppa Stjörnuna í aðdraganda móts,“ segir Mist Rúnarsdóttir þegar frammistaða Stjörnunnar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 2.5.2025 18:18
Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Bjarki Gunnlaugsson þakkar Heimi Guðjónssyni öðrum fremur fyrir þann góða endi sem ferill hans fékk. Íslenski boltinn 2.5.2025 09:02
„Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sérfræðingar Bestu marka kvenna fóru yfir mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í sóknarleik Vals í síðasta þætti. Íslenski boltinn 1.5.2025 15:17
„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Það er kannski skrýtið að hugsa til þess núna, tveimur Íslandsmeistaratitlum, fjórum bikarmeistaratitlum og einstöku Evrópuævintýri síðar, en þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Víkings höfðu fáir trú á því að hann ætti eftir að ná langt með liðið. Íslenski boltinn 1.5.2025 09:01
Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Íslenski boltinn 30.4.2025 23:17
Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30.4.2025 17:35
Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim. Íslenski boltinn 30.4.2025 14:43
Stokke í raðir Aftureldingar Norski framherjinn Benjamin Stokke hefur gengið í raðir Aftureldingar. Hann skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:18
Bikarvörnin hefst gegn Fram Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:15
„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR. Íslenski boltinn 30.4.2025 11:02
Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Bjarki Gunnlaugsson segir að það hafi verið högg þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni. Hann sagði nánasta samstarfsmanni sínum hjá umboðsskrifstofunni Total Football ekki frá gjaldþrotinu fyrr en eftir að fréttir af því birtust í fjölmiðlum. Íslenski boltinn 30.4.2025 09:34