Lífið

Anora sigur­vegari á Óskarnum

Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina.

Bíó og sjónvarp

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Lífið

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Lífið

„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“

„Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili.

Menning

„Þetta sat náttúr­lega í manni í mörg ár“

„Það var eiginlega bara sekúnduspursmál hvenær það myndi kvikna í,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem árið 1979 varð vitni að þyrluslysi á Mosfellsheiði, því seinna af tveimur með fárra klukkustunda millibili. Ragnar var staddur á slysstað á vegum Morgunblaðsins, þar sem hann starfaði sem fréttaljósmyndari, en endaði á því að ganga í björgunarstörf.

Lífið

Vilja valdefla konur í brjósta­gjöf

Á dögunum kom út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um brjóstagjöf. Í bókinni er að finna ýmis ráð við þekktum vandamálum, reynslusögur og skýringarmyndir. Höfundar bókarinnar eru Ingibjörg Eiríksdóttir Hildur A. Ármannsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgjafar.

Lífið

Danir senda annan Færeying í Euro­vision

Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.

Lífið

Um fimm­tíu við­burðir í boði á Vetrar­há­tíð við Mý­vatn

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Lífið

Úr­val Út­sýn færir lands­mönnum sól og gleði í 70 ár

Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025.

Lífið samstarf

Lifir lífinu við ó­bæri­legan sárs­auka

Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu.

Lífið

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo

„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Lífið

Hafði ekki hug­mynd um að ein­stakt hjól sitt væri týnt

Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Lífið

Spila í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár.

Lífið

Lada Sport okkar tíma

Splunkuný þáttaröð af Tork gaur hófst í janúar hér á Vísi. Í þriðja þætti skoðar James Einar Becker Dacia Duster Extreme III, sem er hagkvæmasti jepplingurinn til sölu í dag. Hann hefur þetta að segja um bílinn.

Lífið samstarf

Segir föður sinn hafa verið við hesta­heilsu

Leslie Hackman dóttir stórleikarans Gene Hackman segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu áður en hann fannst látinn. Hún segir ekki hafa merkt neitt undarlegt í samskiptum við föður sinn áður en hann lést.

Lífið

„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.

Tónlist

Sepultura bætist við þétt­setið þungarokkssumar

Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.

Lífið

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Lífið

Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki

Sverrir Þór Sverrisson sýndi liðsfélaga sínum í Alheimsdraumnum Pétri Jóhanni Sigfússyni úr hverju hann var gerður þegar hann tók sig til og hékk út úr bíl hvers ökumaður keyrði á ógnarhraða og „driftaði“ á eins og hann ætti lífið að leysa.

Lífið