Menning

Afar viðeigandi ljóðakvöld

Sumarsólstöðum verður fagnað með ljóðakvöldi annað kvöld á Gauknum að Tryggvagötu 22. Þar verða 8 ljóðskáld og eitt þeirra er Kristín Svava Tómasdóttir.

Menning

Búi sló í gegn í Noregi

Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður sýndi verkefnið sitt the FlyFactory í Momentum 9 galleríinu í Moss í Noregi á laugardaginn.

Menning

Framtíðarsýn sem ber ávöxt

Gunnar B. Kvaran listfræðingur hefur um árabil stýrt einu framsæknasta nútímalistasafni og stærsta einkasafni Norðurlanda. Hann segir að stórsókn Norðmanna í menningu og listum sé afsprengi framsýni og fjárfestinga.

Menning

Fórn – No Tomorrow valin sýning ársins

Verkið Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins var valin sýning ársins 2017 á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum, sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Menning

Ást á ljóðum uppspretta tónsmíðanna

Tríóið Aftanblik heldur tónleika í dag í Listasafni Íslands. Yfirskrift þeirra er Ég elska þig vor, þig hið fagra og frjálsa/sjálflærðu tónskáldin. Gerður Bolladóttir sópransöngkona syngur þar, meðal annars eigin lög.

Menning

Barnabækur hljóta að skipta miklu máli

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, er meðal þeirra 29 sem hlutu styrk til ritstarfa frá Hagþenki, nú í vikunni. Hún ætlar að skrifa myndskreytta barnabók um Kjarval.

Menning

Ný ritröð frá höfuðstað Norðurlands

Pastel nefnist ný ritröð gefin út og prentuð á Akureyri af Flóru, menningarstað sem sér um ýmsa menningarviðburði og útgáfu á norðurlandi. Ritin í þessu fyrsta holli eru hönnuð eftir gömlum fundargerðum frá sýslunefnd Suður-Þingeyri.

Menning

Nýir höfundar stíga fram

Þau Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia hlutu nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2017 til útgáfu á ritverkum, Fríða ljóðabók og Pedro Gunnlaugur skáldsögu.

Menning

Elly með flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fengið hefur lof fyrir túlkun sína á Elly, er bæði tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins. Þá er sýningin einnig tilnefnd fyrir leikkonu í aukahlutverki, leikara í aukahlutverki, leikmynd, búninga og hljóðmynd. Tilefningar voru tilkynntar í Þjóðleikhúskjallaranum í dag en Sviðslistasamband Íslands stendur þeim að baki.

Menning

Nú ræður fjölbreytnin ríkjum

Einsöngvarar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju ætla að flytja dagskrá úr ýmsum áttum í kirkjunni í kvöld, þriðjudag, og bjóða öllum á að hlýða án endurgjalds. Tónleikarnir nefnast Úti um mela og móa.

Menning

Kannski svar bókmenntanna við samtímanum

Aðþjóðlega ráðstefnan NonfictioNow fer fram í Reykjavík í næstu viku og þar er fjallað um öran uppgang sannsögulegra bókmennta í heiminum. Rúnar Helgi Vignisson er einn aðstandenda ráðstefnunnar og honum tókst með íslensku leiðinni og landsliðinu að fá hingað norsku stjörnuna Karl Ove Knausgaard.

Menning