Veður Gular viðvaranir alla helgina Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Veður 12.7.2024 07:58 Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11.7.2024 17:59 Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11.7.2024 14:07 Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31 Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8.7.2024 08:57 Allt að tuttugu stiga hiti í dag Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Veður 7.7.2024 08:31 Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6.7.2024 09:26 Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Veður 5.7.2024 15:40 Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5.7.2024 11:46 Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5.7.2024 07:24 Bjart með köflum og hiti allt að sextán stigum Búast má við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, í dag, hvassast norðvestantil. Hægara veðri og björtu með köflum suðvestanlands, þar sem hiti gæti náð sextán stigum. Veður 4.7.2024 08:50 Skýjað út vikuna Veðurspá gerir ráð fyrir að vindur halli sér smám saman í norðaustanátt sem muni endast út vikuna. Skýjað verði í flestum landshlutum næstu vikuna, þótt vissulega sjáist til sólar inn á milli. Veður 3.7.2024 07:26 Blautt en hiti gæti náð nítján stigum Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig. Veður 2.7.2024 08:05 Hiti víða yfir tuttugu stigum á Austurlandi Útlit er fyrir að hiti fari víða yfir tuttugu stig á austurlandi í dag en lægð á Grænlandssundi veldur suðaustan strekkingi og rigningu seinni partinn. Veður 30.6.2024 08:18 Allt að tuttugu stiga hiti sunnanlands Veðurstofa Íslands spáir rjómablíðu sunnanlands í dag en að rigna byrji sunnan- og vestanlands strax á morgun. Veður 29.6.2024 08:13 Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun. Veður 28.6.2024 07:30 Gul viðvörun allan morgundaginn Veðurstofan hefur gefið út gula viðbörun fyrir Suðausturland og Austfirði. Viðvörunin tekur gildi á miðnætti og stendur til klukkan ellefu á föstudagskvöld. Veður 27.6.2024 13:31 Lægð á leið til landsins en sól á Suðurlandi í dag Vestur af Skotlandi er lægð á leið norður og skilin frá henni eru að nálgast Austfirði með norðlægri átt og rigningu. Er líður á daginn verður norðanátt á öllu landinu, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi. Veður 27.6.2024 08:43 Hægviðri og lítilsháttar skúrir Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil. Veður 26.6.2024 06:55 Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Veður 25.6.2024 15:31 Suðvestanátt með skúrum Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands. Veður 23.6.2024 07:41 Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Veður 22.6.2024 09:56 Rigning eða súld um mest allt landið Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn. Veður 22.6.2024 07:12 Styttir upp í kvöld Í morgunsárið er lægð rétt suður af landinu og því er norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Vindur er á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu og er hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðakjálkanum. Veður 19.6.2024 08:17 Lægð nálgast landið Eftir hægviðri gærdagsins nálgast lægð landið úr vestri og henni fylgir suðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu. Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands en þegar líður á daginn færist úrkoman norðaustur yfir landið. Veður 18.6.2024 07:59 Víðast hvar þungbúið á þjóðhátíðardaginn Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. Veður 17.6.2024 07:34 Sumarveður fyrir sunnan en annars staðar skýjað Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur. Veður 16.6.2024 07:23 Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. Veður 15.6.2024 07:22 Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins. Veður 14.6.2024 07:35 Blíðviðri á Norðurlandi í dag Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina. Veður 13.6.2024 07:32 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 44 ›
Gular viðvaranir alla helgina Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Veður 12.7.2024 07:58
Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11.7.2024 17:59
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11.7.2024 14:07
Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31
Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8.7.2024 08:57
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Veður 7.7.2024 08:31
Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6.7.2024 09:26
Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Veður 5.7.2024 15:40
Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5.7.2024 11:46
Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5.7.2024 07:24
Bjart með köflum og hiti allt að sextán stigum Búast má við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, í dag, hvassast norðvestantil. Hægara veðri og björtu með köflum suðvestanlands, þar sem hiti gæti náð sextán stigum. Veður 4.7.2024 08:50
Skýjað út vikuna Veðurspá gerir ráð fyrir að vindur halli sér smám saman í norðaustanátt sem muni endast út vikuna. Skýjað verði í flestum landshlutum næstu vikuna, þótt vissulega sjáist til sólar inn á milli. Veður 3.7.2024 07:26
Blautt en hiti gæti náð nítján stigum Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig. Veður 2.7.2024 08:05
Hiti víða yfir tuttugu stigum á Austurlandi Útlit er fyrir að hiti fari víða yfir tuttugu stig á austurlandi í dag en lægð á Grænlandssundi veldur suðaustan strekkingi og rigningu seinni partinn. Veður 30.6.2024 08:18
Allt að tuttugu stiga hiti sunnanlands Veðurstofa Íslands spáir rjómablíðu sunnanlands í dag en að rigna byrji sunnan- og vestanlands strax á morgun. Veður 29.6.2024 08:13
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun. Veður 28.6.2024 07:30
Gul viðvörun allan morgundaginn Veðurstofan hefur gefið út gula viðbörun fyrir Suðausturland og Austfirði. Viðvörunin tekur gildi á miðnætti og stendur til klukkan ellefu á föstudagskvöld. Veður 27.6.2024 13:31
Lægð á leið til landsins en sól á Suðurlandi í dag Vestur af Skotlandi er lægð á leið norður og skilin frá henni eru að nálgast Austfirði með norðlægri átt og rigningu. Er líður á daginn verður norðanátt á öllu landinu, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi. Veður 27.6.2024 08:43
Hægviðri og lítilsháttar skúrir Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil. Veður 26.6.2024 06:55
Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum. Veður 25.6.2024 15:31
Suðvestanátt með skúrum Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands. Veður 23.6.2024 07:41
Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Veður 22.6.2024 09:56
Rigning eða súld um mest allt landið Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn. Veður 22.6.2024 07:12
Styttir upp í kvöld Í morgunsárið er lægð rétt suður af landinu og því er norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Vindur er á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu og er hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðakjálkanum. Veður 19.6.2024 08:17
Lægð nálgast landið Eftir hægviðri gærdagsins nálgast lægð landið úr vestri og henni fylgir suðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu. Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands en þegar líður á daginn færist úrkoman norðaustur yfir landið. Veður 18.6.2024 07:59
Víðast hvar þungbúið á þjóðhátíðardaginn Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. Veður 17.6.2024 07:34
Sumarveður fyrir sunnan en annars staðar skýjað Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur. Veður 16.6.2024 07:23
Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. Veður 15.6.2024 07:22
Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins. Veður 14.6.2024 07:35
Blíðviðri á Norðurlandi í dag Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina. Veður 13.6.2024 07:32