Viðskipti innlent

Aflýsa flugi til og frá Orlando
Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun.

Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir
Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026. Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári.

Már nýr meðeigandi hjá Athygli
Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins.

Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða
Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu.

Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn
Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna.

Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar
Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn.

Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi
Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við.

Alma til Pipars\TBWA
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Uppsagnir hjá Veitum
Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas.

Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti
Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað.

Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu
Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir.

Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti
Landsbankinn hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og þá hafa allir stóru viðskiptabankarnir brugðist við lækkuninni.

Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða
Heimar hf. hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir, fyrir alls 3.275 milljónir króna. Módelhús eru í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddsonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur.

Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar
Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar.

Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál
Mannauðsdagurinn er haldinn árlega af Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, og verður bein útsending frá Hörpu milli klukkan 8 og 13 með viðtölum við fyrirlesara og fleiri einstaklinga um mannauðsmál.

Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar
Gabríel Ingimarsson hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar og hefur hann því aftur snúið heim til Hríseyjar eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel.

Sýna áhuga á eignum Skagans 3X
Blandaður hópur fjárfesta og sérfræðinga hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir Skagans 3X á Akranesi úr þrotabúi og hefja aftur starfsemi í bænum.

Indó lækkar líka vexti
Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka.

Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni
Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent.

Arion fyrstur til að tilkynna lækkun
Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Engar hópuppsagnir í september
Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði.

Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra
Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna.

Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu
Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu.

Gerir óþægilegt samtal auðveldara
Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag.

Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár
Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum.

Skiltið skuli fjarlægt
Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við.

Anna Fríða snýr sér að sælgætinu
Anna Fríða Gísladóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá sælgætisframleiðandanum Nóa Siríus. Hún greinir frá vistaskiptunum á Instagram.

Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs
Seðlabankastjóri segir að ákvörðun viðskiptabankanna um að hækka verðtryggða útlánavexti hafi vegið þungt í ákvörðun hans um lækkun stýrivaxta. Peningastefnunefnd leit hins vegar alfarið fram hjá áhrifum gjaldfrjálsra skólamáltíða á verðbólguna.