Viðskipti innlent Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Viðskipti innlent 15.12.2022 16:35 Kaupmáttarminnkun á milli ára á þriðja ársfjórðungi Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. Viðskipti innlent 15.12.2022 10:44 Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:11 Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:00 Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32 Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:39 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. Viðskipti innlent 14.12.2022 11:02 Nýr drykkur trónir á toppnum sem ódýrasti vínandi Vínbúðarinnar Ísland í dag fjallaði um bjórverð á hinum ýmsu stöðum síðasta miðvikudag, þar sem tekin var punktstaðan á skjali sem heldur utan um ódýrasta áfengið í Vínbúðinni. Viðskipti innlent 14.12.2022 09:00 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48 Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40 Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:02 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 22:24 Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19 Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 13:32 Ólafur Karl nýr framkvæmdastjóri Marel Fish Ólafur Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Marel Fish. Hann tekur við af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem yfirgefur nú Marel og tekur við sem forstjóri tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 10:02 Guðbjörg Heiða tekur við Verði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 09:27 Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 12.12.2022 20:22 Salóme til PayAnalytics Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.12.2022 19:12 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. Viðskipti innlent 12.12.2022 12:20 Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Viðskipti innlent 11.12.2022 21:57 Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Viðskipti innlent 11.12.2022 10:30 Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35 Landsbankinn hækkar vexti Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. Viðskipti innlent 9.12.2022 15:04 Bryndís kveður Símann og tekur við markaðsmálum Storytel Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 9.12.2022 12:07 Ragnar nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans. Viðskipti innlent 9.12.2022 11:14 Þrjú ný til Aurbjargar Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2022 10:45 Taka fyrstu breiðþotuna í notkun Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:56 Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:40 Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02 « ‹ 90 91 92 93 94 95 96 97 98 … 334 ›
Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“ Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram. Viðskipti innlent 15.12.2022 16:35
Kaupmáttarminnkun á milli ára á þriðja ársfjórðungi Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands sýna 5,8 prósent aukningu á ráðstöfunartekjum heimilisgeirans á þriðja ársfjórðungi miðað við á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2,9 prósent en kaupmáttur þeirra á sama tíma dregist saman um 6,1 prósent. Í kaupmáttarútreikningum er tekið tillit til verðlagsþróunar. Viðskipti innlent 15.12.2022 10:44
Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:11
Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 15.12.2022 09:00
Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með. Viðskipti innlent 14.12.2022 21:32
Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:39
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Viðskipti innlent 14.12.2022 15:01
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. Viðskipti innlent 14.12.2022 11:02
Nýr drykkur trónir á toppnum sem ódýrasti vínandi Vínbúðarinnar Ísland í dag fjallaði um bjórverð á hinum ýmsu stöðum síðasta miðvikudag, þar sem tekin var punktstaðan á skjali sem heldur utan um ódýrasta áfengið í Vínbúðinni. Viðskipti innlent 14.12.2022 09:00
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:48
Afurðastöðvar fái ekki undanþágu frá reglum um ólöglegt samráð Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði og telur drögin alls ekki til þess fallnar að treysta íslenskan landbúnað. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:40
Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14.12.2022 08:02
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 22:24
Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. Viðskipti innlent 13.12.2022 15:19
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Viðskipti innlent 13.12.2022 13:32
Ólafur Karl nýr framkvæmdastjóri Marel Fish Ólafur Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Marel Fish. Hann tekur við af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem yfirgefur nú Marel og tekur við sem forstjóri tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 10:02
Guðbjörg Heiða tekur við Verði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13.12.2022 09:27
Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 12.12.2022 20:22
Salóme til PayAnalytics Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.12.2022 19:12
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. Viðskipti innlent 12.12.2022 12:20
Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Viðskipti innlent 11.12.2022 21:57
Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Viðskipti innlent 11.12.2022 10:30
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35
Landsbankinn hækkar vexti Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. Viðskipti innlent 9.12.2022 15:04
Bryndís kveður Símann og tekur við markaðsmálum Storytel Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 9.12.2022 12:07
Ragnar nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans. Viðskipti innlent 9.12.2022 11:14
Þrjú ný til Aurbjargar Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2022 10:45
Taka fyrstu breiðþotuna í notkun Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:56
Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:40
Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02