Viðskipti

Loka­til­raun til að bjarga loðnu­ver­tíð

Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Viðskipti innlent

Þau hlutu UT-verðlaunin í ár

Íslensku gagnaverin atNorth, Borealis Data Center og Verne Global hlutu um helgina heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna.

Viðskipti innlent

Að hringja sig inn veik á mánu­dögum

Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag?

Atvinnulíf

Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu

Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá.

Viðskipti innlent

Fermingar­myndin ekki til út­flutnings

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.

Atvinnulíf

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Viðskipti innlent

Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum.

Viðskipti innlent

Nammið rýkur á­fram upp í verði

Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði.

Neytendur

Í sam­keppni við Noona með Sinna

Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Neytendur

Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár

Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið.

Viðskipti innlent

Kópa­vogur sýknaður af milljarðakröfum

Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega.

Viðskipti innlent

Björg­ólfur Thor og fé­lagar verða stærstu eig­endur Heima

Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin.

Viðskipti innlent

Fjár­festar tóku vel í upp­gjör Festi

Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag.

Viðskipti innlent

Fetar í fót­spor Herra hnetusmjörs

Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár.

Viðskipti innlent

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur

Arion til­kynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Viðskipti innlent

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent

Seldu hug­vitið og ríkis­sjóður stórgræðir

Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent