Verðstríð á skólavörumarkaði 25. ágúst 2004 00:01 Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið. Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið.
Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira