Engu gleymt og ekkert lært 13. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun