Gleymum ekki hinum gleymnu 27. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun