Tuga milljóna tjón 19. október 2004 00:01 Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira