Ekki óskað gæsluvarðhalds 22. október 2004 00:01 Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fækkun ráðuneyta óheppileg Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira