Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum 3. desember 2004 00:01 Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur sæti stjórnarformanns hinnar 136 ára gömlu verslunarkeðju Magasín du Nord í dag. Hvort sem það er vegna þeirra tímamóta eða einhvers annars, þá hafa danskir fjölmiðlar farið mikinn í gær og í dag um umsvif og útrás íslenskra kaupsýslumanna og fjármálafyrirtækja í Evrópu á síðustu misserum. Og það er óhætt að segja að þeir vari sterklega við íslensku útrásinni. Fjölmiðlarnir vitna mjög í viðvaranir íslenska Fjármálaeftirlitsins í nýrri ársskýrslu þess. Eitt af því sem helst er varað við eru gagnkvæm innbyrðis eignatengsl stærstu fjárfestanna og þvers og kruss tengsl þeirra við viðskiptabankana. Danskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af þessum eignatengslum og við skulum skoða hvernig bankarnir þrír og helstu fjárfestar landsins tengjast í stórum dráttum. Danskir fjölmiðlar kalla þessi flóknu eignatengsl köngulóarvef og í miðju vefjarins er KB banki. Við skulum fyrst skoða litla hringrás sem tengist KB banka og Bakkabræðrunum Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Þeir eiga Meið sem á 16% í KB banka, en KB banki á svo 19% í Meiði. Bæði Meiður og KB banki eiga síðan í Bakkavör. Þá höldum við til Danmerkur. Þar er fyrst að telja að KB banki á 100% í FIH bankanum. KB banki á 22% í Baugi, sem á 42% í Magasín du Nord. Aðrir eigendur Magasíns eru Birgir Bielvedt og Straumur. Birgir fékk hins vegar allt sitt lánað í Straumi sem þar með hefur lagt til 58% kaupverðsins í Magasín. Og þá förum við að tengja inn hina bankana. Landsbankinn á 14% í Straumi en bankinn er að 44% í eigu Björgólfsfeðga sem lagt hafa net sín víða um Evrópu. Straumur á svo 17% hlut í Íslandsbanka og að endingu má ekki gleyma því að miklar bollaleggingar hafa verið að undanförnu í íslensku viðskiptalífi um eignatengsl á milli Landsbanka og Íslandsbanka. Þetta er vel að merkja aðeins brot af þeim köngulóarvef sem danskir fjölmiðlar hafa dregið upp af íslensku fjármálalífi í þessari viku. Einn heimildamaður Berlingske tidende segir í blaðinu í dag að það sé erfitt að átta sig á því hvað sé á seyði. Svo virðist sem íslenskir bankar hafi tekið þyngdarlögmálið úr sambandi og stefni rakleiðis til himins. Hann segir gengi Kaupþings hafa hækkað um 100% á þessu ári og það sé svipað og að vera með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Danskir fjölmiðlar benda á að svona köngulóarvefur sé afar áhættusamt fyrirkomulag þar sem gjaldþrot eins fyrirtækis geti komið af stað dómínóáhrifum sem endi með fjöldagjaldþroti. Þeir segja svona gagnkvæm eignatengsl hafa verið bönnuð í Danmörku síðan árið 1922 og að þau séu reyndar bönnuð í flestum löndum hins vestræna heims, nema Þýskalandi og Japan, og að þar valdi þau ítrekað áhyggjum manna. Slíkar áhyggjur geri nú vart við sig í auknum mæli hjá íslenska fjármálaeftirlitinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira