Adios senor Padron 15. janúar 2005 00:01 Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu. Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira