Borgin í mál við olíufélögin 3. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Reykjavíkurborg er kominn í hóp fyrirtækja og félagasamtaka sem undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna verðsamráðs. Viðskiptin sem um ræðir nema hundruðum milljóna króna. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þessa efnis í dag. Það byggir á áliti Vilhjáms H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmanns sem telur að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt á skaðabótum vegna útboðs á vegum borginnar fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöðina og Vélamiðstöðina árin 1997 til 2001. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax árið 1995, eða ári fyrir útboðið, undirbúið samstarf olíufélaganna vegna útboðs Reykjavíkurborgar. Há forstjóra Skeljungs fannst til dæmis skjal þar sem fram kemur hvaða upphæð hvert félag skuli bjóða borginni og þær tölur stóðust þegar uppi var staðið. Þá er samráðið staðfest í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Einnig að tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að Skeljungur ætti að fá viðskiptin og hvernig hagnaðinum yrði nákvæmlega skipt á milli félaganna. Vilhjálmi hefur verið falið að undirbúa kröfugerðina fyrir hönd borgarinnar og hann telur að það taki um fjórar til sex vikur. Í hans verkahring kemur væntanlega að meta og færa sönnur á þá upphæð sem borgin tapaði vegna samráðsins og hvort stefna eigi olíufélögunum þremur, þar eð þau nutu öll hagnaðarins eða Skeljungi einum. Talið er að viðskiptin hafi numið um 400 milljónum króna vegna Strætisvagna Reykjavíkur og um 160 milljónir vegna Véla- og malbikunarstöðvarinnar. Það er ljóst á öllu að lögfræðingar olíufélaganna verða ekki aðgerðarlausir næstu misserin. Fjármálaráðherra hefur sagt rétt að skoða réttarstöðu ríkisins til skaðabóta. Landssamband Íslenskra útvegsmanna undirbýr skaðabótamál og það sama er uppi á teningnum hjá Alcan, Icelandair, FÍB og Neytendasamtökunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira