Eflir þjónustu og þróar samskipti 6. mars 2005 00:01 "Já, ég er búin að vera viðloðandi þennan bankageira nokkuð lengi," segir Inga Rósa brosandi þegar hún er spurð hvort hún kunni vel við sig innan um peningana. Hún kveðst vinna á sölu- og markaðssviði en deildin hennar sé ný af nálinni. "Hlutverk okkar er að vinna að því að efla þjónustuna og þróa samskiptin við viðskiptavinina. Ég var áður að vinna í fjárstýringu bæði hjá Landsbankanum og Búnaðarbankanum sem er töluvert ólíkt því sem ég er að gera í dag. Þar var ég í millibankaviðskiptum en nú verð ég aðeins meira í snertingu við viðskiptavini útibúanna. Þetta er skemmtileg breyting og mjög öflugur hópur sem ég er að vinna með. Við erum sex í þessu þróunarstarfi og munum vinna með framlínufólkinu í útibúunum við að aðlaga þjónustuna og vöruframboðið á hverjum tíma. Þetta er allt í mótun og bara gaman að taka þátt í því. Það er að minnsta kosti nóg að gera," segir Inga Rósa glaðleg og upplýsir aðspurð að oft komi tarnir en rólegri tímar komi þess á milli. Hún kveðst eiga mann og tvo syni en eldri drengurinn sé það stór að hann sjái um að taka á móti yngri bróður sínum úr skólanum. "Svo eru afarnir og ömmurnar mjög dugleg að hjálpa til. Þannig rúllar þetta," segir hún. Að lokum er forvitnast aðeins um áhugamálin. "Við höfum gaman að allri útivist. Yfir vetrartímann förum við töluvert á skíði og á sumrin ferðumst við mikið innanlands," segir Inga Rósa og þar með hleypum við henni aftur að vinnuborðinu. Atvinna Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Já, ég er búin að vera viðloðandi þennan bankageira nokkuð lengi," segir Inga Rósa brosandi þegar hún er spurð hvort hún kunni vel við sig innan um peningana. Hún kveðst vinna á sölu- og markaðssviði en deildin hennar sé ný af nálinni. "Hlutverk okkar er að vinna að því að efla þjónustuna og þróa samskiptin við viðskiptavinina. Ég var áður að vinna í fjárstýringu bæði hjá Landsbankanum og Búnaðarbankanum sem er töluvert ólíkt því sem ég er að gera í dag. Þar var ég í millibankaviðskiptum en nú verð ég aðeins meira í snertingu við viðskiptavini útibúanna. Þetta er skemmtileg breyting og mjög öflugur hópur sem ég er að vinna með. Við erum sex í þessu þróunarstarfi og munum vinna með framlínufólkinu í útibúunum við að aðlaga þjónustuna og vöruframboðið á hverjum tíma. Þetta er allt í mótun og bara gaman að taka þátt í því. Það er að minnsta kosti nóg að gera," segir Inga Rósa glaðleg og upplýsir aðspurð að oft komi tarnir en rólegri tímar komi þess á milli. Hún kveðst eiga mann og tvo syni en eldri drengurinn sé það stór að hann sjái um að taka á móti yngri bróður sínum úr skólanum. "Svo eru afarnir og ömmurnar mjög dugleg að hjálpa til. Þannig rúllar þetta," segir hún. Að lokum er forvitnast aðeins um áhugamálin. "Við höfum gaman að allri útivist. Yfir vetrartímann förum við töluvert á skíði og á sumrin ferðumst við mikið innanlands," segir Inga Rósa og þar með hleypum við henni aftur að vinnuborðinu.
Atvinna Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira